A-Húnavatnssýsla

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.
Meira

Mótmæla skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi

Í ályktun frá sveitarstjórn Blönduósbæjar er skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi mótmælt harðlega en bankinn stytti opnunartíma útibúsins á dögunum.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla heldur sitt sívinsæla og margrómaða kaffihlaðborð í Skagabúð á þjóðhátíðardaginn 17. júni kl. 14:00-17:00.
Meira

A- og N- listi í meirihluta í Húnavatnshreppi og Einar Kristján áfram sveitarstjóri

A-listi og N- listi hafa komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Húnavatnshreppi fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn var undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar, þann 10. júní 2018. Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaoddviti. Listarnir sammæltust um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húnavatnshrepps.
Meira

Lærisneiðar með partýkartöflum

Kristín Ólafsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson voru matgæðingar í 26. tölublaði ársins 2013. Eins og árstíminn gaf tilefni til buðu þau upp á grillmat og ís á eftir. „Við hjónin erum búsett á Staðarbakka í Miðfirði ásamt tveimur börnum, Heiðari Erni, 18 ára, og Ingu Þórey 13 ára. Þórarinn starfar hjá Tengli á Hvammstanga ásamt því að sinna veiðileiðsögn í Miðfjarðará á sumrin. Kristín starfar sem fulltrúi hjá Fæðingarorlofssjóði. Við eigum einnig nokkrar kindur, hesta, hundinn Gróða frá Heggsstöðum og kisuna Frú Marsibil frá Stóru-Borg. „Sumarið er tíminn“ segir í laginu og þá reynum við að grilla eins oft og við getum. Við ætlum að bjóða upp á þurrkryddaðar lærissneiðar með partý-kartöflum og grilluðu grænmeti ásamt pistasíuís með karamellusósu í eftirrétt."
Meira

Hekla með bílasýningu á Norðurlandi vestra sunnudag og mánudag

Sunnudaginn 10. júní hefst hringferð HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í fimm daga og á þeim tíma verða 13 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Á staðnum verður mikið um dýrðir Volkswagen e-Golf, Tiguan og T-Roc, Mitsubishi Outlander PHEV og L200, Skoda Kodiaq og Karoq, Audi Q7 og A3.
Meira

Ráðrík ehf. leggur til að gerður verði samfélagssáttmáli

Á Upplýsingavef um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún. kemur fram að ráðgjafar hjá Ráðrík ehf., sem ráðið var til að gera úttekt á og leiða umræðu um framtíðarskipan sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, leggja til að vinna við samfélagssáttmála í samráði við íbúa sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefjist sem fyrst.
Meira

Pálína Ósk ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki

„Landsmótið leggst heldur betur vel í mig. Það er mikil stemning hjá heimamönnum og virkilega gaman að vinna með svona fjölbreytta og skemmtilega dagskrá,“ segir Pálína Ósk Hraundal. Hún hefur verið ráðin einn af tveimur verkefnastjórum íþróttaveislunnar Landsmótsins sem verður á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí.
Meira

Níu nemendur af Norðurlandi vestra útskrifuðust frá LbhÍ

Síðastliðinn föstudag, 1. júní, voru nemendur útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Meðal þeirra var myndarlegur hópur ungs fólks af Norðurlandi vestra. Átta þeirra útskrifuðust úr bændadeild og einn með BS í búvísindum. Athöfnin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi galvaski hópur á án nokkurs vafa eftir að skjóta enn styrkari stoðum undir landbúnað í landshlutanum á komandi árum.
Meira

Emmsjé Gauti og félagar á Mælifelli í kvöld

Emmsjé Gauti hefur ferðast um landið síðustu daga ásamt plötusnúðnum Birni Val og trommaranum Kela. Hljómsveitartúrinn heitir 1313, en á þrettán dögum spila þeir á þrettán stöðum víðsvegar um landið. Með þeim í för er tökuteymi sem festir ferðalagið á filmu og hafa sjö þættir verið birtir en þeir verða þrettán talsins.
Meira