A-Húnavatnssýsla

Dagný Rósa oddviti í Skagabyggð

Dagný Rósa Úlfarsdóttir var kjörin oddviti Skagabyggðar á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar Skagabyggðar sem haldinn var þann 8. júní síðastliðinn. Magnús Björnsson var kosinn varaoddviti og Karen Helga Steinsdóttir ritari.
Meira

Staða sveitarstjóra Blönduósbæjar auglýst laus til umsóknar

Staða sveitarstjóra hjá Blönduósbæ hefur verið auglýst laus til umsóknar. Á auglýsingu á vef Blönduósbæjar segir að leitað sé eftir jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem sé reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi starfi. Viðkomandi þurfi að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og eiga auðvelt með samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins og að vera talsmaður þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.
Meira

Innritunum í verk- og starfsnám fjölgar um 33%

Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgar umtalsvert, eða hlutfallslega um 33% frá síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun var mest ásókn í nám í rafiðngreinum, til dæmis rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og hljóðtækni en einnig í málmiðngreinar svo sem blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.
Meira

Hafið eða fjöllin - Áskorandi Sigurjón Guðbjartsson Skagaströnd

Ég er aðfluttur Skagstrendingur, fæddur og uppalinn vestur í Arnarfirði. Átti þó mikla tengingu við Skagaströnd, þar sem móðir mín var þaðan. Fyrir nokkrum dögum söng kirkjukór Hólaneskirkju við útför mikils heiðursmanns, sem fæddist hér, starfaði og lifði í 98 ár. Eitt af lögunum sem kórinn flutti var lagið, „Hafið eða fjöllin“.
Meira

Fljótleg og góð súpa og ís á eftir

Eggert Þór Birgisson og Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 25. tbl. Feykis árið 2013 buðu upp á fljótlega súpu og ís á eftir. „Uppskriftin er af súpu sem Birgitta fékk hjá góðum vinnufélaga. Súpan er fljótleg og góð. Eftirmaturinn er ís með heitri sósu. Við skorum á Ásdísi Árnadóttur og Arnþór Gústafsson að koma með næstu uppskrift."
Meira

Vídeólist að Kleifum við Blönduós

Sigurður Guðjónsson sýnir á Blönduósi innsetninguna „INNLJÓS“ sem samanstendur af þremur vídeóverkum. Um er að ræða nýja umgjörð verksins en verkin vöktu óskipta athygli gesta í kapellu Sankti Jósefsspítalans í Hafnarfirði síðastliðið haust og færði sýningin Sigurði Íslensku Myndlistarverðlaunin 2018. Sýningin er haldin í samvinnu við ábúendur á Kleifum og eru öll verkin á sýningunni í eigu Listasafns ASÍ. Opnar hún þann 7. júlí kl. 15:00 og eru allir velkomnir.
Meira

Jón Grétar hlýtur Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Tuttugu og fimm stúdentar víðs vegar af landinu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum landsins nú í maí og júní. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent og var Jón Grétar Guðmundsson úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra einn verðlaunahafa.
Meira

Ný heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta

Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands var ný hátíðarútgáfa af Íslendingasögum og þáttum afhent afmælisnefnd við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 17. júní, en Alþingi fól afmælisnefnd að stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á afmælisárinu.
Meira

Skóflustunga tekin af nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

Fyrsta skóflustungan að nýju iðnaðarhúsnæði, við Ennisbraut 5 á Blönduósi, var tekin í gær.
Meira

Grunnur steyptur að gagnaveri á Blönduósi

Í morgun hóf fyrirtækið Húsherji ehf. að steypa grunn að gagnaverinu sem rís á Blönduósi.
Meira