A-Húnavatnssýsla

Óbreytt gjald á Landsmót UMFÍ

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið ákveðið að hafa þátttökugjald á Landsmót UMFÍ óbreytt en til stóð að það hækki eftir daginn í dag. Gjaldið verður því aðeins 4.900 krónur og veitir aðgang að mikilli íþrótta- og skemmtidagskrá í fjóra daga.
Meira

Rjúpu fjölgar á Norðvesturlandi

Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.
Meira

MIMRA með tónleika á Blönduósi annað kvöld

MIMRA, verður ásamt hljómsveit sinni á tónleikaferðalagi um landið í sumar og verður m.a. með tónleika á Blönduósi þann 15. júní. MIMRA, eða María Magnúsdóttir söngkona og tónskáld, var valin bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018 á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í samkomuhúsinu á Garðaholti 16. maí sl. feykir hafði samband við MIMRU og forvitnaðist um listakona.
Meira

Harmonikufjör á Laugarbakka um helgina

Harmonikuhátíð fjölskyldunnar verður haldin í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði nú um helgina. Hátíðin hefst á morgun, föstudag 15. júní, og stendur hún fram á sunnudag. Á dagskránni kennir ýmissa grasa, dansleikir, skemmtidagskrá og kaffihlaðborð svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Síðustu forvöð að skrá sig á Landsmót á lægra verðinu

Landsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki 12. - 15. júlí og óhætt að segja að um sannkallaða íþróttaveisla sé að ræða. Hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks þannig að allir ættu að geta fundið sér eittvað skemmtilegt að gera. Þátttökugjald er 4.900kr. til 16. júní en þá hækkar það í 6.900kr. Feykir hafði samband við Ómar Braga Stefánsson framkvæmdastjóra mótsins og forvitnaðist örlítið um mótið.
Meira

Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir í knattspyrnu verða háðir á Blönduósi um nú um helgina. Á Smábæjarleikjum keppa knattspyrnulið yngri aldursflokka, bæði stúlkna og drengja, frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum af landinu. Því má reikna með að það verði líf og fjör á Blönduósi um helgina en búist er við um 400 þátttakendum og um 300 aðstandendum þeirra á leikana. Það er Knattspyrnudeild Hvatar sem stendur fyrir mótinu en þetta er í fimmtánda sinn sem það er haldið. Um 70-80 sjálfboðaliðar verða að störfum á mótinu.
Meira

Stórmót húnvetnskra hestamanna á laugardaginn

Laugardaginn 16. júní verður stórmót húnvetnskra hestamanna haldið á Blönduósi. Mótið er sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Neista, Þyts og Snarfara og úrtökumót fyrir Landsmótið 2018.
Meira

Hólmar Örn á HM og N4

Sjónvarpsstöðin N4 beinir linsunum að landsliðsmönnum frá landsbyggðunum í nýjum þætti sem hefst fimmtudaginn 14. júní þar sem fjallað verður um þá landsliðsstráka frá landsbyggðunum sem komust í lokahóp HM í Rússlandi. Hólmar Örn Eyjólfsson er þar tengdur við Sauðárkrók enda foreldrarnir báðir þaðan.
Meira

Ný gata á Blönduósi

Á sveitarstjórnarfundi þann 7. júní sl. samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar nafn á nýja götu.
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Kormáks/Hvatar gegn Létti endaði með jafntefli, 2–2. Frábær mæting var á völlinn þrátt fyrir mígandi rigningu. Mikil stemmning var á vellinum og leiddu börn í 8. flokki Hvatar leikmenn inn á völlinn.
Meira