A-Húnavatnssýsla

Laxá á Ásum opnar

Laxá á Ásum opnaði í gærmorgun, stundvíslega kl. 7:00. Fyrsti laxinn var kominn á land stuttu síðar en það var Sturla Birgisson, leigutaki, sem landaði honum.
Meira

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Sigurður er sérstaklega spenntur fyrir hjólreiðunum enda í hjólreiðaklúbbi sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir rúmum mánuði ásamt 25-30 öðrum.
Meira

Knattspyrnuskóli Coerver Coaching í Austur- Húnavatnssýslu

Í síðustu viku var Knattspyrnuskóli Coerver Coaching með námskeið á Blönduósi og á Skagaströnd. Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd og Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi tóku höndum saman og buðu upp á fjögurra daga námskeið.
Meira

Líf í lundi - Gaman á Gunnfríðarstöðum

Laugardaginn, 23. júní klukkan 14:00, verður spennandi dagskrá hjá Skógræktarfélagi Austur - Húnvetninga í útivistarskóginum á Gunnfríðarstöðum.
Meira

Margir keyrðu of hratt um helgina

Síðastliðna helgi voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en sá sem hraðast ók mældist á 166km hraða. Einnig voru fimm ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot og þ.á.m einn fyrir að valda mikilli hættu í umferðinni með glæfralegum framúrakstri og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Meira

10 ára afmælishátíð Ness Listamiðstöðvar

Nes Listamiðstöð býður öllum að koma á Skagaströnd og fagna 10 ára afmæli listamiðstöðvarinnar um næstu helgi, 23. og 24. júní. Á hátíðinni verður sýning fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nesi, bæði innsetningar og gjörningur, ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem dvelja nú í Nes listamiðstöð. Alls er um að ræða 80 listaverk, ljósmyndir, málverk, teikningar og margt fleira. Flest listaverkin verða einnig til sölu.
Meira

Gleðilegan 17. júní

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.
Meira

Spekingar spjalla í Moskvu

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum Frónbúa að Ísland og Argentína áttust við á HM í knattspyrnu í Moskvu í dag, en um var að ræða allra fyrsta leik Íslands í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Úrslitin, 1-1, komu skemmtilega á óvart þó margir hafi reyndar verið furðu bjartsýnir fyrir þessa viðureign við eina bestu knattspyrnuþjóð heims sem alið hefur ófáa yfirburðamenn í gegnum árin. Feykir tók smá rúnt um Facebook-lendur að loknum leik og rakst þá á þessa ágætu mynd af þremur snillingnum samankomnum í Moskvu.
Meira

Lásu 2500 bækur

Frá 1. mars til 15. maí síðastliðinn stóð yfir lestrarátak á vegum IÐNÚ útgáfu í samstarfi við skólasöfnin í grunnskólum landsins. Viðtökurnar við lestrarátakinu voru afar góðar og skólar um allt land tóku þátt. Með það að markmiði að allir nemendur gætu verið með í lestrarátakinu, óháð því hvar þau væru stödd í lestri, var ákveðið að hafa þema átaksins þrískipt. Þátttakendur gátu valið um að lesa, lita og skapa þar sem leysa þurfti mismunandi verkefni fyrir hvern hluta.
Meira

Ofnbakaðar ostastangir, einfalt fiskgratín og æðislegur eftirréttur

Matgæðingaþátturinn sem hér fylgir birtist i 23. tbl. Feykis árið 2013: „Við hjónin, Rakel Runólfsdóttir og Kári Bragason, búum á Hvammstanga þar sem ég hef umsjón með framhaldsdeild FNV og Kári rekur eigið fyrirtæki Tvo smiði ehf. ásamt félaga sínum. Við eigum 4 börn, Karen Ástu 15 ára, Dag Smára 14 ára, Aron Óla 10 ára og Ara Karl 3 ára, segir Rakel sem ásamt eiginmanni sínum er matgæðingur vikunnar hjá Feyki.
Meira