A-Húnavatnssýsla

Húnavatnshreppur ræður Verus til ráðgjafar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. maí sl. að ráða ráðgjafarfyrirtækið Verus til að veita ráðgjöf vegna framtíðaruppbyggingar á Þrístöpum sem ferðamannastað. Er það gert með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins.
Meira

Hvar er hægt að greiða utankjörfundaratkvæði og kynna sér kjörskrá?

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. er nú hafin fyrir nokkru og hægt er að greiða atkvæði á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Fimmtudagana 17. maí og 24. maí 2018 verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki vegna atkvæðagreiðslu utankjörfundar til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018.
Meira

Stjórnarkjör hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn var á Hótel Kea þann 3. maí sl. voru stjórnarkjör á dagskrá. Kosið var um stöður tveggja aðalamanna, annars vegar af Norðurlandi vestra og hins vegar af Norðurlandi eystra en stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára.
Meira

Blóðbankabíllinn á ferð

Nú er Blóðbankabíllinn á ferð um Norðurland í þeim tilgangi að safna blóði og mun hann hafa viðdvöl bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.
Meira

230 stelpur af öllu Norðurlandi kynna sér tækninám og tæknistörf á Stelpum og tækni

230 stelpur úr 9. bekkjum tuttugu grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga austur á Húsavík, sækja vinnustofur í HA og heimsækja tæknifyrirtæki á Akureyri í dag. Viðburðurinn Stelpur og tækni er nú haldinn í annað sinn á Akureyri af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.
Meira

Ráðið í stöðu forstöðumanns hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi

Á heimasíðu Þekkingarsetursins á Blönduósi segir frá því að Elsa Arnardóttir hafi verið ráðin forstöðumaður setursins frá og með 1. maí 2018. Var hún valin úr hópi fimm umsækjenda um stöðuna sem auglýst var í byrjun ársins.
Meira

Bókartitlarnir um 8000 talsins

Örn Þórarinsson, 67 ára bóndi á Ökrum í Fljótum, er innfæddur Fljótamaður og hefur búið á Ökrum frá níu ára aldri. Ásamt búskapnum rekur Örn fornbókaverslun sem hann hefur starfrækt frá árinu 2008 og hefur umfang starfseminnar farið vaxandi ár frá ári og selur hann bækur um allt land, bæði til þeirra sem kaupa bók og bók á stangli en þó mest til safnara. Kveikjan að fornbókaversluninni var sú að Örn fór að huga að einhverju til að hafa fyrir stafni á efri árunum og hvað er þá betra en að sameina atvinnu og áhugamál? Örn svaraði spurningum í þættinum Bók-haldið í 7. tbl. Feykis 2017
Meira

Hrikalega gott í saumaklúbbinn - eða bara í Eurovisionpartýið

„Það er fátt betra en gott salat eða pestó á kexið eða snittubrauðið og gaman að geta boðið upp á þess háttar gúmmelaði, auk hins hefðbundna camembert osts og vínberja. Ekki skemmir fyrir hafa smá rautt eða hvítt með, eftir smekk, og að sjálfsögðu að kveikja á kertaljósum. Hér eru nokkrar hrikalega góðar uppskriftir sem hafa verið á boðstólnum hjá mínum saumaklúbbi en það ber að varast að það er með eindæmum erfitt að hætta borða eftir að byrjað er," segir í matgæðingaþætti Feykis í 20. tbl. ársins 2016. Þar birtust nokkrar uppskriftir sem henta vel í saumaklúbbinn og örugglega ekki síður í Eurovisionpartýið sem vafalaust verður haldið víða í kvöld.
Meira

Óhlutbundin kosning í Skagabyggð og Akrahreppi

Engir framboðslistar bárust til kjörstjórna í tveimur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, Skagabyggð og Akrahreppi, fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og því verða óhlutbundnar kosningar í sveitarfélögunum eins og verið hefur. Það þýðir að allir kjörgengir íbúar sveitarfélaganna eru í kjöri nema þeir hafi sérstaklega skorast undan því eða séu löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri.
Meira