Taka vikulega sýni til að meta magn örplasts
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.05.2018
kl. 16.43
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd hefur allt frá árinu 2012 fylgst með eðlis- og líffræðilegum þáttum sjávar fyrir utan Skagaströnd yfir vor- og sumarmánuðina. Tekin hafa verið sýni vikulega í því skyni að mæla hitastig og seltu sjávar á mismunandi dýpi og fylgst hefur verið með tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga. Þá hafa einnig verið tekin sérstök sýni tilað fylgjast með stærð og magni kræklingalirfa. Sérstakur starfsmaður var þjálfaður í upphafi til þess að fara í gegnum lirfusýnin og hefur sami aðili því sinnt þeim talningum frá upphafi.
Meira