A-Húnavatnssýsla

Norðurtak með lægsta boð í smábátahöfn á Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar gengur að tilboði Norðurtaks á Sauðárkróki sem átti lægsta tilboð í gerð smábátahafnar á Skagaströnd. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 59.337.300.-.
Meira

Skóflustunga tekin að gagnaveri við Blönduós

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að gagnaveri sem rísa mun við Svínvetningabraut á Blönduósi og á að hýsa starfsemi hýsingarfyrirtækisins Borelias Data Center eh. Það voru fjórir vasklegir menn sem munduðu skóflurnar, þeir Arnar Þór Sævarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttisráðherra, Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center og Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar.
Meira

Átta ár frá því að Dreifarinn komst í fréttirnar

Margt hefur verið brallað á Feyki.is frá því að vefurinn dúkkaði upp haustið 2008. Til að mynda var strax ákveðið að vera með pínu djók þar sem spilað væri með lesendur vefsins og kallaðist sá þáttur Dreifarinn – að öllum líkindum með vísan í Dreifbýlisliðið. Búnar voru til platfréttir, oft í stuttu viðtalsformi, sem forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur gefið nafnið Fake News. Dreifurum var fyrst laumað inn á milli frétta á Feykir.is og átti fólk stundum erfitt með að átta sig á að hér væri um grín að ræða, enda er góð lygasaga stundum of góð til að trúa henni ekki.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa í sumar

Tólfta sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari.
Meira

Kormákur/Hvöt fær góðan liðsstyrk

Kormákur/Hvöt lék sinn fyrsta leik í D riðli 4. deildar í knattspyrnu sl. laugardag gegn Vatnaliljum úr Kópavogi. Leikurinn endaði 0-0 og fékk liðið því sitt fyrsta stig. Fyrir leikinn hafði liðið fengið liðsstyrk þar sem erlendir sem og innlendir leikmenn höfðu skrifað undir samning.
Meira

Brúðuleikhúsið Handbendi í leikferð um Ísland og Pólland

Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga leggur á næstu dögum upp í leikferð um Ísland og Pólland með leiksýninguna Engi sem áður hefur verið sýnt víða um Bretland auk nokkurra staða á Íslandi. Að sögn Gretu Clough, stjórnanda leikhússins, fjallar sýningin um dýrin sem áttu eitt sinn heima á enginu og eru þau endurvakin til lífsins með handgerðum brúðum úr efnivið sem til fellur þar. Greta segir sýninguna hafa verið hugsaða fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára en hún höfði þó til mun breiðari hóps. „Það hafa komið kornabörn á sýningar sem hafa haldið athyglinni allan tímann og táningar sem hafa líka orðið hugfangnir. Fullorðnir njóta sýningarinnar líka þannig að mínu viti er hún fyrir alla aldurshópa.”
Meira

Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi á Norðurlandi vestra

Um þessar mundir eru tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi og koma við á Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkrók. „Við byrjuðum á Akranesi, Grundarfirði, Búðardal, Hólmavík, Bíldudal, Þingeyri og núna í kvöld erum við á Bolungarvík,“ segir Jogvan.
Meira

Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir

„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að gagnaveri í næstu viku

Loksins er komið að því að skóflustunga verður tekin að byggingu gagnavers við Svínvetningabraut á Blönduósi. Það er íslenska hýsingarfyrirtækið Borealis Data Center sem ráðgerir að reisa tvö hús á lóðinni á þessu ári en áætlað er að fleiri hús verði byggð á lóðunum á næstu árum.
Meira

Kuldi í kortunum

Nú fer í hönd sú helgi sem oft er talað um sem fyrstu ferðahelgi sumarsins. Þrátt fyrir að með breyttum tímum séu flestar helgar orðnar miklar ferðahelgar eru óneitanlega fleiri sem hugsa sér til hreyfings þær helgar sem eru lengri en gengur og gerist. Þá er ekki úr vegi að minna fólk á að fara varlega í umferðinni og að best er heilum vagni heim að aka.
Meira