A-Húnavatnssýsla

Er gott að búa á Íslandi? Áskorandi Gunnar Pálmason

Við hjónin fórum til Gran Canary í byrjun febrúar og dvöldum þar í fjórar vikur. Við höfum ekki komið á þessar slóðir líklega um 17 ár, höfum í staðinn dvalið í Suður Evrópu á haustin til að lengja sumarið.
Meira

Fasteignamat hækkar um 12,8%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8% frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 99,2% eigna en lækkar á 0,8% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2018. Það tekur gildi 31. desember 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2018.
Meira

Ný sýning, Foldarskart, opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á laugardag

Það var mikið umleikis í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi þegar blaðamaður Feykis leit þar við fyrir skemmstu. Verið var að setja upp nýja sérsýningu í safninu en eins og margir vita er ævinlega opnuð ný sýning í safninu á hverju vori. „Við köllum þessar sýningar Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins og það er svo skemmtilegt að margt heimafólk bíður spennt eftir að sjá hvaða sýning verður opnuð að vori,” sagði Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins, en sýningin verður opnuð laugardaginn 2. júní kl. 14:00 og eru allir velkomnir að vera við opnunina.
Meira

Unnið við grunn að gagnaverinu á Blönduósi

Framkvæmdir eru í fullum gangi við byggingu gagnavers Borelias Data Center á Blönduósi en stutt er síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Unnið er við að moka grunn fyrsta hússins sem reist verður en það mun verða 640 m2 að stærð.
Meira

Nemendur Höfðaskóla prjóna teppi fyrir Prjónagleði

Höfðaskóli hefur undanfarið tekið þátt í verkefni í samvinnu við Textílsetrið á Blönduósi og er markmið þess að auka þekkingu og innsýn nemenda í það hve samofin ullin og prjónaskapur er þjóðararfi og sögu landsins.
Meira

Styttur opnunartími hjá Arion banka á Blönduósi

Arionbanki á Blönduósi mun stytta opnunartíma sinn frá og með 5. júní næstkomandi og verður útibú hans þá opið frá klukkan 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 alla virka daga. Núverandi opnunartími er frá klukkan 9:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga.
Meira

Kvennahlaup um helgina

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. skipti næsta laugardag, 2. júní, en það var þann 30. júní árið 1990 sem fyrsta hlaupið var haldið. Búist er við góðri þátttöku að vanda en á síðasta ári voru um 12 þúsund hlauparar með á 91 hlaupastað á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á átta stöðum á Norðurlandi vestra en vert er að geta þess að á Hofsósi og Borðeyri verður hlaupið á sunnudag og í Fljótum viku síðar, þann 10. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um vegalengdir og skráningu á heimasíðu hlaupsins.
Meira

Styttri afgreiðslutími Landsbankans á Hvammstanga og á Skagaströnd

Í júní tekur nýr afgreiðslutími gildi í hluta af útibúum Landsbankans, þar með talin á Hvammstanga og á Skagaströnd. Segir í tilkynningu frá bankanum að með þeirri aðgerð sé þjónustan í útibúunum aðlöguð að breyttum aðstæðum í bankaþjónustu en viðskiptavinir kjósa í auknum mæli að nota stafrænar lausnir til að sinna bankaviðskiptum og fara því sjaldnar í útibú en áður.
Meira

Njótum grillsins án matarsýkinga

Matvælastofnun telur líkur á að nú fari að bregða til hins betra hvað veðurfar snertir og hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu: Nú horfir til betra veðurs og jafnast fátt á við það að njóta góðs grillmatar undir sólinni í sumarbústaðnum eða útilegunni. Höfum hugfast að ef ekki er rétt staðið að grillun þá geta sjúkdómsvaldandi örverur eða heilsuspillandi efni spillt gleðinni. Hugar þú að eftirfarandi þegar þú grillar?
Meira

Golfkennsla á Blönduósi

Golfkennarinn þekkti, John Garner sem heimsótti golfklúbbana á Blönduósi og Sauðárkróki í fyrra og kenndi íþróttina, er nú væntanlegur aftur á Blönduós þar sem hann mun bjóða upp á kennslu í golfi fyrir börn frá 10 ára aldri. Fyrsti kennsludagur verður sunnudagurinn 3. júní en í framhaldi af því kemur hann á þriggja vikna fresti. Æfingatímar með leiðbeinanda verða tvisvar í viku. Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga kostar 7.500 krónur. Fyrsti tíminn er ókeypis og geta allir sem áhuga hafa komið og prófað. Golfklúbburinn i lánar kylfur.
Meira