A-Húnavatnssýsla

Blöndulína felld niður sem varnarlína

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafi Blöndulína verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma. Við þessa breytingu sameinast Húnahólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan.
Meira

Tveir Húnvetningar syngja í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Sönghópurinn Fókus flytur eitt af tólf lögum sem hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Í sönghópnum eru tveir Húnvetningar þau Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal og Sigurjón Örn Böðvarsson sem bjó mörg ár á Blönduósi sem barn. Fókus stígur á stokk í fyrri undanúrslitum sem fram fara í Háskólabíói næsta laugardag.
Meira

Tafir á ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að óviðráðanlegar tafir hafa orðið á uppgjöri á heildarframlagi til sauðfjárbænda vegna ársins 2017 og fyrstu greiðslu beingreiðslna á árinu 2018 miðað við það sem áður hafði verið gefið út.
Meira

Í dag er dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið enda er tilgangur Dags leikskólans að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.
Meira

Eyþór Franzson Wechner kosinn maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju og píanókennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu var kosinn maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2017 af lesendum Húnahornsins. Í umfjöllun huna.is segir að Eyþór þyki einstaklega hæfileikaríkur organisti og tónlistarflutningur hans hafi vakið aðdáun allra Húnvetninga sem á hann hafi hlustað. Átti hann stóran þátt í sigurgöngu Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps í keppninni um kóra Íslands á síðasta ári.
Meira

Íslenskt lambakjöt – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Matvælastofnun hefur skráð íslenskt lambakjöt sem verndað afurðarheiti á grundvelli laga nr. 130 frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Enska útgáfan, Icelandic lamb er einnig skráð. Lambakjöt er fyrsta íslenska afurðin sem fær vernd samkvæmt lögunum. Þar með er lambið komið í flokk með Parma- skinku, Kampavín, Camembert de Normandie ost og Kalix Löjrom kavíar.
Meira

Gul viðvörun víða á landinu – Færð gæti spillst á fjallvegum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Suðausturland. Aðstæður gætu orðið erfiðar á fjallvegum s.s. Holtavörðuheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.
Meira

Tveir fiskréttir og Draumurinn hennar Dísu

„Við erum ansi dugleg að skiptast á um eldamennskuna og frágang, þó frágangurinn sé ekki eitthvað sem slegist er um. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að við gleðjumst yfir góðum fisk eða fiskiréttum með ýmsum tilbrigðum. Við deilum með ykkur tveimur af okkar uppáhalds réttum sem við fengum fyrir ótrúlega mörgum árum og hafa frá þeirri stundu verið vinsælir hér á borðum,“ segja matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2016 þau Ásdís Hrund Ármannsdóttir og Jón Helgi Pálsson á Hofsósi.
Meira

Styrkir vegna listamanna frá Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum 2016 - 2017

Í desember lauk samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetursins vegna dvalar listamanna frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum í textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum á Blönduósi. Verkefnið hlaut styrk frá Nordic Kulturkontakt sem gerði okkur kleift að bjóða völdum listamönnum frá þessum löndum að koma til Íslands, dvelja í listamiðstöðinni og miðla sérþekkingu sinni til samfélagsins. Alls bárust 29 umsóknir en valdir voru eftirtaldir listamenn:
Meira

Vilhelm Vilhelmsson ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra

Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur frá Hvammstanga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra sem er eitt rannsóknasetra Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Megináhersla þess í rannsóknum er sagnfræði. Starfsstöð setursins er á Skagaströnd.
Meira