Blöndulína felld niður sem varnarlína
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.02.2018
kl. 11.58
Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafi Blöndulína verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma. Við þessa breytingu sameinast Húnahólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan.
Meira