A-Húnavatnssýsla

Ökumenn virða ekki lokanir - Ófærð á Öxnadalsheiði

Á Facebook má sjá færslu Grétars Ásgeirsonar, starfsmanns Vegagerðarinnar, sem er hugsi yfir þeim sem virða ekki lokanir vega þegar veður og færð bjóða ekki upp á annað. Hann segir að í gærmorgun klukkan 7:15 hafi hann verið kallaður út til að aðstoða við lokun Öxnadalsheiðar vegna brjálaðs veðurs einn daginn enn. Það hafi gengið vel en þegar mokstursbílar fóru af stað eftir hádegið voru bílar fastir sem töfðu opnun Öxnadalsheiðar.
Meira

Arnar Þór hættir sem bæjarstjóri á Blönduósi 1. apríl

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var lagður fram starfslokasamningur við Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóra. Starfslok Arnars Þórs verða frá og með 1. apríl 2018 en þá mun hann hefja störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Sveitarstjórn samþykkti samninginn með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.
Meira

Fálki handsamaður í Vatnsdalnum

Sigurður Rúnar Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal, handsamaði fálka sem eitthvað var skaddaður lét þá Róbert Daníel Jónsson og Höskuld Birki Erlingsson lögreglumann á Blönduósi vita. Þeir fóru á staðinn og kíktu á fuglinn og úr varð að þeir tóku fálkann með sér á Blönduós höfðu samband við Náttúrufræðistofnun og sendu hann síðar í Húsdýragarðinn.
Meira

Valdís Valbjörnsdóttir söng til sigurs í Söngkeppni Nemendafélags FNV

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Meira

Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokaðar vegna óveðurs

Gul viðvörun gildir fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Austan og Norðaustan stormur verður ríkjandi á Norðurlandi vestra, með snjókomu eða skafhríð. Lokað er yfir Vatnsskarð og Öxnadalsheiði.
Meira

Borealis Data Center sækir um lóð fyrir gagnaver á Blönduósi

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar sl. fimmtudag, þann 8. febrúar, var umsókn einkahlutafélagsins Borealis Data Center um lóð fyrir gagnaver á svæði sem er í skipulagsferli við Svínvetningabraut, tekin til afgreiðslu. Áformað er að byggja tvö hús á lóðinni á þessu ári og verður fyrsta húsið stálgrindarhús á steyptum sökkli, um 16x48 m að stærð eða um 640 m2. Næsta hús verður um 12x48 m eða um 580 m2 að stærð. Áætlað er að fleiri hús verði byggð á lóðunum á næstu árum.
Meira

Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið – Gult ástand

Vetur konungur minnir hressilega á sig þessa dagana en gul viðvörun gildir nú fyrir allt landið eða höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið með hvassviðri eða stormi og snjókomu, lélegu skyggni og líkum á samgöngutruflunum.
Meira

112-dagurinn í dag

Eins og flestum er líklega kunnugt var 112-dagurinn í gær og héldu margir björgunarsveitamenn upp á daginn úti á vegum landsins við að aðstoða ferðamenn í vanda. Eins og fram kom á Feyki.is á föstudaginn var fyrirhugað að vera með dagskrá í tilefni dagsins á Hvammstanga og Blönduósi í gær en vegna veðurs og færðar var henni frestað til dagsins í dag og hefst dagskrá klukkan 17:00.
Meira

Veður að ganga niður og skoðað með mokstur

Veður er að ganga niður norðanlands eftir mikinn veður ham síðan í gær og segir Veðurstofan að minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið verði í dag en 8-15 og él í kvöld. Hægari og þurrt að kalla á morgun, en vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld. Frost 0 til 7 stig.
Meira

Doritosostaogsalsasósukjúklingarétturinnmikli

Meira