A-Húnavatnssýsla

101 tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina

Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Akstursskilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu.
Meira

Lögð fram tillaga um verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 13. febrúar sl. var samþykkt að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Blönduósi. Tillagan fjallar um verndargildi byggðar sem spannar rúm 140 ár og stendur á 17,5 hektara svæði innan við ós Blöndu. Er hér annars vegar um að ræða gamla bæjarkjarnann á Blönduósi og hins vegar aðliggjandi svæði sjálfsþurftarbyggðar á árbakkanum og í Klifamýri.
Meira

Vel heppnaðir konudagstónleikar

Kvennakórinn Sóldís hélt sína árlegu konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í gær að viðstöddu fjölmenni. Eftir mikið klapp og aukalög buðu kórkonur gestum upp á dýrindis veisluborð.
Meira

Áhugamaður um forvarnir áfengis og vímuefnaneyslu

Sigurður Páll Jónsson kemur nýr inn í þingmannalið Norðvesturkjördæmis en hann sat sem varamaður á Alþingi haustið 2013. Sigurður Páll býr í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Björgvinsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurður er menntaður rafvirki og með skipstjórnar og vélstjórapróf á báta að 30 tonnum og hefur starf hans verið sjómennska undanfarin ár auk þess að vera varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi síðan árið 2014. Sigurður Páll er þingmaður vikunnar á Feyki.
Meira

Arto Paasilinna og Jón Kalman Stefánsson meðal uppáhaldshöfunda

Það er Guðmundur Jónsson á Hvammstanga sem situr fyrir svörum í Bók-haldinu að þessu sinni. Guðmundur er 56 ára gamall og starfar við Bókasafn Húnaþings vestra sem bókavörður, eða sem deildarstjóri útlánadeildar, eins og hann titlar sig til gamans. Guðmundur er Húnvetningur í húð og hár en hann er uppalinn á Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi þar sem hann bjó til ársins 1995 þegar hann flutti til Hvammstanga. Síðustu 14 árin hefur hann unnið á bókasafninu og unir hag sínum vel meðal bókanna.
Meira

30 ný störf gætu skapast á Blönduósi

Á næstu þremur árum gætu skapast 30 ný störf á Blönduósi þegar gagnaver Borealis Data Center taka þar til starfa. „Þumalputtareglan er að fyrir hvert megavatt orku verði til eitt starf í fyrirtækinu sjálfu og hálft annað afleitt starf,“ segir Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri í samtali við Morgunblaðið á miðvikudaginn en reiknað er með að gagnaverin þurfi á 15 megavöttum að halda.
Meira

Atvinnuveganefnd skoðar lækkun veiðigjalda

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent formanni og varaformanni atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Ingu Sæland erindi þar sem hún óskar eftir því að boðað verði til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra.
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra 90% af landsmeðaltali

Heildaratvinnutekjur á landinu voru 9,7% hærri að raunvirði á árinu 2016 en þær voru árið 2008 en hafa verið lægri öll árin fram að því. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur á árunum 2008-2016 eftir atvinnugreinum og svæðum. Mestu atvinnutekjurnar voru í heilbrigðis- og félagsþjónustu, iðnaði og fræðslustarfsemi en mesta aukningin á tímabilinu varð í greinum er tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Mesti samdrátturinn varð hins vegar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi og þar næst kemur höfuðborgarsvæðið en lægstar eru þær á Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum.
Meira

Myndlistasýning opnar í nýju galleríi á Skagaströnd í dag

Í sölum Salthússins á Skagaströnd, hinu nýja gistiheimili að Einbúastíg 3, hafa nú verið skipulagðar myndlistarsýningar á þessu ári og hefur sýningarrýmið fengið nafnið Salthús gallerí. Fyrsta sýning ársins verður opnuð í dag, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17.-19 og er það Mia Hochrein myndlistarkona, sem ríður á vaðið og sýnir þar myndaröðina „Lost Place,“ sem tekin var í Salthúsinu sumarið 2016.
Meira

Fálkinn með skotsár

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að fálkinn sem handsamaður var af bændum á Hnjúki í Vatnsdal hafi verið með skotsár. Kom það í ljós eftir skoðun dýralæknis. Á síðunni segir að ekki eigi að þurfa að benda á það að fálkar eru að sjálfsögðu alfriðaðir.
Meira