A-Húnavatnssýsla

Reikna má með miklum breytingum í bæjarstjórn Blönduósbæjar

Nú styttist óðum í næstu sveitastjórnakosningar og eru líklega flestir núverandi fulltrúar farnir að huga að því hvort taka eigi slaginn að nýju nú í vor. Í hugleiðingum um kosningarnar á vef Húnahornsins segir að gera megi ráð fyrir miklum breytingum á sveitarstjórn Blönduósbæjar að afloknum kosningum.
Meira

Íbúðalánasjóður hyggst setja landsbyggðina á oddinn

Nauðsynlegt er að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu húsnæðis um allt land. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs, en stjórnin fundaði á Sauðárkróki í gærmorgun. Tilefni fundarins þar var opnun nýs húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs sem varð til með yfirtöku sjóðsins á útgreiðslum húsnæðisbóta. Stjórnin samþykkti einnig að grípa til aðgerða til að bæta stöðu leigjenda sem rannsóknir sýna að búa við mun hærri húsnæðiskostnað en aðrir hópar.
Meira

Röskun á skólahaldi vegna veðurs

Talsvert hvassviðri gengur nú yfir landið en reikna má með að það verði gengið niður um eða upp úr hádeginu. Til að mynda fór vindstyrkur við Miðsitju í 48 í hviðum á áttunda tímanum í morgun. Vindmælir við Stafá virðist hafa gefið sig í rokinu og sýnir nú engar tölur.
Meira

Vont veður í vændum

Appelsínugul viðvörun gildir fyrir Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra en búist er við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi, vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Á vef Veðurstofunnar segir að þessu fylgi lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði með tilheyrandi samgöngutruflunum og er fólki ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið.
Meira

Perlað af Krafti í Hörpu

Sunnudaginn, 4. febrúar, hvetur Kraftur landsmenn alla til að mæta í Hörpuna milli 13 og 17 og perla armbönd til styrktar félaginu. Kraftur stefnir á Íslandsmet í fjölda manns við armbandagerð.
Meira

Villa í uppskrift í nýjasta tölublaði Feykis

Þau hvimleiðu mistök urðu í nýjasta tölublaði Feykis sem út kom í gær að lína féll út í einni uppskriftinni þannig að kjúklingavefjurnar urðu kjúklingalausar og standa því varla undir nafni, hvað þá bragði. Hér með fylgir uppskriftin eins og hún á að vera um leið og beðist er innilega afsökunar á þessari skyssu.
Meira

Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.
Meira

Sala á þjónustu í hlöðum ON hefst á morgun

Í hlöðum Orku náttúrunnar, þar sem rafbílaeigendum er boðið upp á hraðhleðslu, verður þjónustan seld frá morgundeginum. ON hefur boðið rafbílaeigendum þessa þjónustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.
Meira

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 27. janúar síðastliðinn þar sem keppt var í flokki hestfolalda, merfolalda og í ungfolaflokki. Var þátttaka góð og 31 folald og fimm ungfolar voru skráð til leiks. Eyþór Einarsson sá um dómana og við verðlaunaafhendingu lýsti hann fyrir áhorfendum þeim eiginleikum sem hann lagði mat á.
Meira

Leitað að tveimur konum til þátttöku í Evrópuverkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita nú að tveimur konum til þess að taka þátt í Evrópuverkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í dreifðum byggðum að byggja upp hæfni þeirra og færni til að efla fyrirtæki þeirra og víkka út tengslanet þeirra, bæði heima fyrir og í Evrópu. Verður það gert með því að aðlaga að netinu aðferðafræði persónulegra þjálfunarhringja (Enterprise Circles™). Það hefur reynst gagnlegt í því að styðja konur til að efla sjálfstraust og einnig til að gefa þeim hagnýtar aðferðir sem eru nauðsynlegar í rekstri.
Meira