A-Húnavatnssýsla

Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga

Fulltrúar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um land allt skrifuðu sl. þriðjudag undir nýja samstarfssamninga til næstu fimm ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var viðstaddur undirritunina og sagði hann það eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið.
Meira

Fjölbreytt starf í boði fyrir eldri borgara og öryrkja á Blönduósi og nágrenni

Félags- og tómsundastarf aldraðra á Blönduósi býður eldri borgurum og öryrkjum að koma og stunda félags- og tómstundastarf í kjallara Hnitbjarga, Flúðabakka 4, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 14-17. Þjónustan, sem rekin er af Blönduósbæ, stendur til boða fyrir öryrkja og alla þá sem náð hafa 60 ára aldri og búsettir eru á Blönduósi og í Húnavatnshreppi.
Meira

Ánægja með nýja líkamsræktarstöð á Skagaströnd

Góð aðsókn var þegar nýr líkamsræktarsalur var tekinn í notkun í íþróttahúsinu á Skagaströnd í síðustu viku. Salurinn er á miðhæð hússins en það húsnæði hefur verið nýtt sem kennslustofur undanfarin ár. Eftir breytingar á húsnæði grunnskólans síðastliðið ár var öll almenn kennsla flutt undir sama þak og gafst því möguleiki á að nýta plássið sem losnaði í íþróttahúsinu fyrir líkamsræktaraðstöðu.
Meira

Slæmt veður í kortunum

Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Á vef Veðurstofunnar segir að allhvöss eða hvöss austanátt verði fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vind í kvöld, hvassviðri eða stormur á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli á morgun, einkum austantil.
Meira

Nýtt gistiheimili tekur til starfa á Skagaströnd

Nýtt gistiheimili, Salthús, verður formlega opnað á Skagaströnd á föstudaginn kemur. Er það staðsett nyrst í bænum, á Einbúastíg 3, með útsýni yfir Húnaflóann til suðurs og norðurs en í austri er fjallasýn þar sem Spákonukonufellið ber hæst. Hrafnanes ehf. er eigandi hússins en Salthús gistiheimili ehf. mun sjá um rekstur gistiheimilisins. Framkvæmdastjóri þess er Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Meira

Handhafar Uppreisnarverðlaunanna 2018

Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til hóps.
Meira

Frönsk lauksúpa og Tandoori kryddlegið lambalæri

„Við hjónin búum á Skagaströnd og erum bæði að vinna í Höfðaskóla. Við eigum fjögur börn og tvo hunda. Við ætlum að bjóða upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt,“ sögðu matgæðingarnir Berglind Rós Helgadóttir og Sigurður Heiðar Björgvinsson sem sáu um þriðja þátt ársins 2016. „Yfirleitt sér Sigurður um eldamennskuna og eru fjölskyldumeðlimir oft tilraunadýr þegar hann er að prufa sig áfram með uppskriftir."
Meira

Þorrinn gengur í garð

Í dag er bóndadagur sem er fyrsti dagur þorra. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og hefst á bilinu 19.– 25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar þegar góa tekur við. Ekki er vitað með vissu hvaðan nafn mánaðarins er komið en oftast er það tengt sögninni að þverra eða minnka og einnig talið geta tengst lýsingarorðinu þurr. Í sögnum frá miðöldum er þorri persónugerður sem vetrarvættur. Áður þóttu þorrinn og góan erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir heimilanna.
Meira

Blanda ekki lengur varnarlína

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út að Blanda sé ekki lengur varnarlína fyrir sauðfjársjúkdóma og þar með sameinast Skaga- og Húnahólf. Þetta hefur þau áhrif að bændur og fjallskilastjórar eru ekki lengur lögbrjótar flytji þeir sauðfé heim til sín úr réttum eftir að það hefur farið yfir varnalínuna en sagt var frá því í haust að Matvælastofnun hefði tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í fyrrasumar yrði slátrað sl. haust, sem aftur var fallið frá skömmu síðar.
Meira

Arnar Þór Sævarsson ráðinn aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri á Blönduósi, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Arnar Þór muni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra til vors en komi að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir.
Meira