A-Húnavatnssýsla

„Hvað er betra á frostköldu vetrarkvöldi en dýrindis lambalæri“

„Á okkar heimili er nú oftast eldað af illri nauðsyn, ekki af því að okkur þyki eitthvað leiðinlegt að borða, heldur af því að við höfum ekkert sérstaklega gaman af að elda. Stundum brettum við þó upp ermarnar og eldum eitthvað þokkalega gott. Við skulum nú ekkert vera að tíunda hvort okkar sér frekar um eldamennskuna, sumum þykir bara einfaldlega meira gaman að ganga frá en öðrum!“ segja matgæðingarnir Fríða Eyjólfsdóttir og Árni Eyþór Bjarkason á Hofsósi sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði ársins 2016.
Meira

Fundaferð Bændasamtaka Íslands

Forysta Bændasamtaka Íslands heldur í fundaferð um landið í næstu viku. Með í för verða fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem munu meðal annars ræða um fagmennsku í greininni, framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir, víðsvegar um landið og hefjast þeir á næsta þriðjudag.
Meira

Íbúafundur á Blönduósi um verndarsvæði í byggð

Næstkomandi miðvikudag, þann 17. janúar, er boðað til almenns íbúafundar á Blönduósi þar sem kynnt verður tillaga að verndarsvæði í byggð á Blönduósi. Er þetta annar íbúafundurinn sem haldinn er vegna verkefnisins. Hann verður í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst klukkan 17:00.
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira

Fullveldisafmælinu fagnað á Prjónagleði

Fjallað er um Prjónagleðina á Blönduósi í fylgiriti Fréttablaðsins, Fögnum saman, í gær en í því er umfjöllun um þá viðburði sem haldnir verða á Íslandi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis þjóðarinnar. Í blaðinu er dagskráin á fyrri hluta ársins kynnt en hátíðarhöldin munu standa yfir í heilt ár. Rætt er við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílseturs Íslands á Blönduósi í blaðinu.
Meira

Sameiginlegur nýársfagnaður

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn í Skagafirði ætla að slá saman og halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri næsta laugardagskvöld og byrjar gamanið klukkan 20:30. Á dagskránni verða skemmtiatriði, kvöldverður og kórsöngur og loks verður stiginn dans við undirleik Geirmundar Valtýssonar.
Meira

Framkvæmdahugur hjá Húnaborg á Blönduósi

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar sem fram fór í gær voru teknar fyrir nokkrar lóðaumsóknir og athygli vekur að Húnaborg ehf. á fjórar þeirra. Um er að ræða tvö stálgrindarhús atvinnu-og eða geymsluhúsnæði sem og tvö raðhús á Blönduósi.
Meira

Fjölnota pokar í Kjörbúðinni á Blönduósi

Viðskiptavinum Kjörbúðarinnar á Blönduósi stendur nú til boða að fá lánaða fjölnota taupoka í stað þess að kaupa plastpoka undir vörur sínar. Það voru nokkrar áhugasamar konur um plastpokalaust samfélag á Blönduósi sem hittust reglulega og saumuðu pokana sem gerðir eru úr gardínum, sængurverum og öðrum efnum sem til falla og upplagt er að endurnýta.
Meira

Höfðaskóli og Varmahlíðarskóli fá styrki úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrir árið 2017 en markmið sjóðsins eru að stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni, koma forritunarnámskeiðum að í grunn- og framhaldsskólum, að tækjavæða skólana og að auka þjálfun og endurmenntun kennara.
Meira

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins. Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins.
Meira