A-Húnavatnssýsla

Svínavatn 2018

Laugardaginn 3. mars getur hestaáhugafólk glaðst þar sem ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A- og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Meira

Fegurðin fíknin og fallið

Áskorandapenninn Þórarinn Br. Ingvarsson Skagaströnd
Meira

Ærnar á Hóli í Sæmundarhlíð skiluðu rúmum 20 kg meðalvigt lamba

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017 sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, RML, birti í gær kemur fram að Íslandsmet var sett í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Þar var um afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 að ræða sem er Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum. Í öðru sæti er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð en það skilaði 40,4 kg eftir hverja kind.
Meira

112-dagurinn í Húnavatnssýslum

Á sunnudaginn kemur, þann 11. febrúar. verður 112 dagurinn haldinn líkt og gert hefur verið undanfarin ár en þann dag efna samstarfsaðilar 112-dagsins til kynningar á starfsemi sinni og búnaði víða um landið.
Meira

Stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu

Athygli er einnig vakin á austanstormi með snjókomu og skafrenningi S-lands í kvöld og stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu.Varað er við óveðri á öllu landinu en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland. Veðrið verður mun verra á Suðausturlandi en þar er appelsínugul viðvörun.
Meira

Lokanir fjallvega hafa sannað sig

Breytt aðferðafræði Vegagerðarinnar við að loka fjallvegum vegna ófærðar og veðurs hefur margsannað sig, segir á vef Vegagerðarinnar, en aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur bætt ástand sem annars stefndi í óefni. Þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu vegfarenda t.d. vegna stóraukinnar vetrarferðamennsku kalla á breytt verklag við lokanir fjallvega.
Meira

Höfðingi heimsækir Blönduós

Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi er mikill áhugaljósmyndari og hefur oft á tíðum náð góðum myndum af margvíslegu myndefni. Hann myndaði m.a. haförninn Höfðingja sem fangaður var fyrir skömmu í Miðfirði og þar var erninum svo síðar sleppt eftir skoðun í höfuðborginni. Höfðingi leitaði hinn nýja vin uppi og flaug á Blönduós þar sem Höskuldur náði að fanga hann með myndavélinni.
Meira

Rysjótt tíðarfar með umhleypingum - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 6. febrúar, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í febrúarmánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn átta talsins. Af tæknilegum ástæðum reyndist ekki unnt að birta spá fyrir janúar mánuð, sem var engu að síður gerð og reyndust félagar hafa þar verið sannspáir eins og oft áður.
Meira

Kótilettukvöld framundan

Fyrsta kótilettukvöld ársins hjá Frjálsa kótilettufélaginu í Austur-Húnavatnssýslu er nú framundan en áformað er að það verði haldið í Eyvindarstofu á Blönduósi laugardaginn 3. mars næstkomandi. Veislustjóri verður Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum og Helga Bryndís Magnúsdóttir og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson mæta með harmonikku og gítar og leiða söng ásamt eldhressum saumaklúbbskonum frá Dalvík. Það ætti því að vera óhætt að gera ráð fyrir góðri skemmtun þetta kvöld auk fyrirtaks veitinga.
Meira

Kvöldspjall Ferðamálafélags A-Húnavatnssýslu

Ferðamálafélag og ferðamálafulltrúi Austur-Húnavatnssýslu standa fyrir kvöldspjalli um ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu nk. fimmtudagskvöld, 8. febrúar, klukkan 20:00 á Hótel Blöndu.
Meira