A-Húnavatnssýsla

Refastofninn stendur í stað

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að meta stærð íslenska refastofnsins til ársins 2015 en samkvæmt því var fjöldi refa haustið 2015 að lágmarki 7.000 dýr. Niðurstöðurnar styðja eldra mat frá árinu 2014 sem sýndi fram á mikla fækkun í stofninum eftir 2008.
Meira

Flugið – komið til að vera.

„Ég þarf að skreppa aðeins út á flugvöll”. Varla var ég búinn að sleppa orðinu við kollega mína á Faxatorginu, þegar ég hugsaði hvað þessi setning hljómaði eitthvað vel. Og af hverju? Jú, það var von á fyrsta áætlunarfluginu til Sauðárkróks í næstum fimm ár. Fljótlega fór ég að heyra hjá fólki hvað því þætti gaman að heyra orðið aftur í flugvél og sjá flugvöllinn upplýstan í vetrarmyrkrinu. Mér er engin launung í því að eitt af því sem lagðist hvað skringilegast í mig þegar ég tók við starfi mínu hér fyrir rúmum tveimur á árum var að hingað væri ekki flogið lengur. Ekki bara að þetta standi fyrir ákveðin þægindi atvinnu- og búsetusvæðis, heldur þótti mér sú staðreynd að þessi fyrrum kandidat sem varaflugvöllur í millilandaflugi með eina lengstu flugbraut landsins væri orðinn skilgreindur af flugmálayfirvöldum sem „lendingarstaður" líkt og Bakki og Stóri-Kroppur (já, upp með landakortið...) með allri virðingu fyrir þessum flugvöllum. Og sem gamall flugafgreiðslumaður úr innanlandsfluginu mundi ég eftir þeim umsvifum, sem fylgdu fluginu hingað þegar að best lét.
Meira

Þátttaka í samfélagi

Nú í vor fara fram sveitastjórnarkosningar og þá fer að hefjast umræða og mótun á nýrri bæjarstjórn í bryggjuskúrum og kaffistofum eða maður á mann niður í kaupfélagi.
Meira

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum

Áskorandi Dagný Úlfarsdóttir Ytra-Hóli A-Hún
Meira

Kjúllaréttur, bananabrauð og ostasalat sem slær í gegn

„Það er ekki hægt að segja að við séum mikið fyrir flóknar uppskriftir eða tímafrekar, við notum yfirleitt bara netið og „googlum“ því sem okkur langar að elda og finnum hentugustu (a.k.a. auðveldustu) uppskriftina og förum eftir henni,“ segja matgæðingarnir í 4. tölublaði Feykis árið 2016, þau Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Meira

Nemendur frá Listaháskóla Íslands í starfsnámi

Þessa dagana dvelja átta nemendur frá Listaháskólanum í Reykjavík í textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi. Er þetta í sjöunda skipti sem nemendahópur frá Listaháskólanum kemur þangað í viku starfsnám með kennurum sínum en sá siður hefur verið við lýði frá árinu 2014. Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi segir að starfsmenn þar hlakki alltaf til heimsóknanna og vonist til að nemendur hafi með sér nýjar hugmyndir og þekkingu þegar þeir halda heim á ný auk ánægju með góða dvöl.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar 26. - 29. janúar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag og stendur fram á mánudaginn 29. janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.
Meira

Áfram óblíð veður ef marka má þjóðtrúna

Í dag, 25. janúar, er Pálsmessa sem dregur nafn sitt af því að þennan dag á Sál frá Tarsus að hafa mætt Jesú Kristi og snúist til kristinnar trúar, hætt að ofsækja kristna menn og gengið undir nafninu Páll postuli upp frá því. Þessi umskipti Páls eru sögð hafa dregið talsverðan dilk á eftir sér og gætir þeirra enn í veðurfari ef marka má þjóðtrúna sem segir að veðrið á Pálsmessu gefi vísbendingar um veðurfar næstu vikurnar. Ef veður er gott þennan dag, sól og heiðríkja, boðar það frjósaman tíma en ef þungbúið er eða jafnvel snjókoma boðar það óblíða veðráttu eins og segir í þessum vísum sem eru til í nokkuð mörgum tilbrigðum þó efni þeirra sé hið sama:
Meira

Mestar meðalafurðir á Brúsastöðum í Vatnsdal

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 en þar kemur fram að mesta meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, hafi verið á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, 8.937 kg á árskú. Það heggur nærri Íslandsmetinu sem sama bú setti í fyrra, 8.990 kg.
Meira

Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Búið er að birta lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu Creditinfo segir að þar á bæ hafi, síðastliðin átta ár, verið unnin ítarleg greining sem sýni rekstur hvaða íslensku fyrirtækja teljist til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtæki á listann eða 871 af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira