A-Húnavatnssýsla

Vegagerðin varar við skemmdum í slitlagi

Vegagerðin vill vekja athygli vegfarenda á því að slitlag er víða illa farið eftir veturinn og þá umhleypinga sem verið hafa undanfarið. Þegar snjóa leysir koma þessar skemmdir í ljós og vinnur Vegagerðin að því að bæta þær eins fljótt og kostur er en vegna þess hve þær eru umfangsmiklar er ekki unnt að lagfæra allt samstundis. Vegfarendur eru því beðnir að aka með gát og vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum í slitlagi, hvort heldur sem er í malbiki eða klæðningu.
Meira

Nemendur Höfðaskóla í heimsókn í BioPol

Á heimasíðu BioPol á Skagaströnd segir frá því að undanfarið hafi nemendur Höfðaskóla komið í heimsóknir í tengslum við náttúrufræðikennslu skólans. Undanfarið hafa krakkarnir verið að fræðast um þörunga, jafnt stóra sem smáa, en BioPol er einmitt að fást við nokkrar rannsóknir á því sviði. Krakkarnir skoðuðu ýmsa smáþörunga á rannsóknarstofunni og fengu fræðslu um fæðuvefi og flokkunarfræði.
Meira

Engilbert vill samstarf við Blönduósbæ um byggingu fjölbýlishúss

Uppbygging ehf., félag í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, hefur óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Á Húna.is. kemur fram að óskað sé eftir því að gert verði samkomulag við félagið um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi. Byggðaráð Blönduósbæjar hefur hafna erindinu.
Meira

Opnað fyrir skimunarsögu íslenskra kvenna

Á vefgáttinni Mínar síður á island.is geta konur nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.
Meira

Veður að ganga niður eftir mikinn storm

Það hefur verið í ýmsu að snúast hjá björgunarsveitunum í Húnavatnssýslunum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í dag. Á Hvammstanga losnaði klæðning af húsi og rúða gekk inn á einum stað en í báðum tilfellum var um minni háttar aðgerðir að ræða að því er Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga sagði í samtali við Ruv.is í morgun. Einnig fóru menn frá sveitinni upp á Holtavörðuheiði í morgun til aðstoðar tveimur erlendum ferðamönnum sem lent höfðu í vandræðum þar.
Meira

Fyrirhugað að byggja nýjan veg í Refasveit og brú yfir Laxá

Vegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlum vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda í Refasveit og um Laxá. Í auglýsingunni segir að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur á Norðvesturlandi, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu.
Meira

Hviður yfir 30 m/s

Bálhvasst er víða á landinu þessa stundina og ekkert ferðaveður á Norðurlandi vestra frekar en annars staðar. Vindhraði slagar hátt í 30 metra á sekúndu á nokkrum stöðum og hviður hafa kitlað 40 metrana og jafnvel yfir. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður. Um klukkan 11:20 í morgun mældust 42 m/s á sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Miðsitju í Blönduhlíð og 39,2 m/s við Blönduós svo það er ástæða til að fara varlega.
Meira

Engin keppni í KS deildinni í kvöld

Ákveðið hefur verið að fresta fyrsta móti Meistaradeildar KS sem fara átti fram í kvöld, miðvikudaginn 21.febrúar vegna slæmrar veðurspár. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildarinnar segir að ákvörðun verði tekin fljótlega um nýja dagsetningu.
Meira

Búist við ofsaveðri, suðaustan og sunnan 25-30 m/s

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Strandir og Norðurland vestra. Búist er við sunnan og suðaustan ofsaveðri á Ströndum og Norðurlandi vestra. Búast má við að vegir lokist eða verði ófærir á meðan veður sem spáð er gengur yfir. Viðvörunin gildir miðvikudaginn 21 feb. kl. 09:00 – 15:00
Meira

KS deildin að hefjast - Ráslistinn fyrir gæðingafimina er tilbúinn

Ráslistinn er klár fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á morgun, miðvikudaginn 21.febrúar. Húsið opnar kl 17:30 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót svo fólk er hvatt til að mæta snemma. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að mikil spenna sé fyrir fyrsta mótinu og hafa sést flottar æfingar í höllinni á Sauðárkróki. „Við hvetjum alla norðlendinga til að fjölmenna í Svaðastaðahöllina á miðvikudaginn. Beinar útsendingar verða á netinu frá öllum keppniskvöldum deildarinnar fyrir aðra landshluta og útlönd og hefjast þær kl 18:50.
Meira