A-Húnavatnssýsla

90 ára saga kvenfélagsins Heklu

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989.
Meira

Lionsklúbbur Blönduóss styrkir góð málefni

Lionsklúbbur Blönduóss úthlutaði nýlega styrkjum úr Styrktarsjóði Lionsklúbbsins á Blönduósi. Öllu fé styrktarsjóðsins er úthlutað til samfélagsverkefna og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Sjóðurinn úthlutaði nú 250.000 kr. til Björgunarfélagsins Blöndu, 250.000 kr. til Orgelsjóðs Blönduóskirkju og 70.000 kr. til Félagsþjónustu A-Hún. „Björgunarfélagið er sífellt að bæta sinn tækjakost til að geta hjálpað fólki þegar í nauðir rekur og orgelið bætir menningarlíf héraðsbúa, ekki síst þegar við höfum jafn öflugan orgelleikara og Eyþór Franzson Wechner," segir Magnús Ólafsson á Facebooksíðu sinni í hugleiðingu um starf klúbbsins.
Meira

Einfaldir fiskréttir eftir kjötátveislu jólanna

Fyrstu matgæðingar Feykis árið 2016 voru hjónin og hrossaræktendurnir Ísólfur Lídal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir á Lækjarmóti II, og synir þeirra tveir, Ísak og Guðmar. „Eftir kjötátveislu jólanna eru margir sem vilja fá sér fisk svo hér kemur ein einföld uppskrift af rækjuforrétti og saltfisk aðalrétti,“ segja hjónin.
Meira

Völvuspá 2018– frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

„Síðasta ár var tilkomumikið ef litið er til stjórnmála og það var nú það sem okkur var mjög svo hugleikið þegar við vorum að spá í spilin fyrir síðasta ár. En það verður nú að segjast að við spákerlingarnar vorum nú ekki alveg með tímasetningar á hreinu en stjórnarslit og að kona yrði forsætisráðherra gekk svo sannarlega eftir of margt fleira. Veðurfars spáin var ótrúlega rétt hjá okkur, svo nærri lægi að veðurfræðingar eru farnir að leita ráða hjá okkur,“ segja spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd sem löngu eru orðnar frægar fyrir sínar stórgóðu spár um það sem okkur hinum er hulið.
Meira

Reynt að útkljá ágreining um sýslumörk

Sveitarfélögin þrjú sem land eiga á Skagaheiði, Skagabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður, ætla nú að freista þess að ná niðurstöðu í áralangri deilu um sýslumörk á heiðinni. Í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar frá 4. janúar sl. segir að kynnt hafi verið að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar.
Meira

Þjóðsögur úr Húnavatnssýslum komnar út á þýsku

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur gefið út bók með húnvetnskum þjóðsögum á þýsku. Nefnist hún Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla og er undirtitill hennar Eine Auswahl aus der Volkssagensammlung von Jón Árnason. Bókin hefur að geyma 26 þjóðsögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Magnús Pétursson, prófessor í málvísindum við Háskólann í Hamborg, þýddi sögurnar á þýsku. Teikningar í bókinni eru eftir Guðráð B. Jóhannsson ásamt korti af Húnavatnssýslu þar sem merktir eru inn á ýmsir sögustaðir sem koma fyrir í sögunum. Guðráður gerði líka bókarkápu.
Meira

Lambakjöt er verðmæt vara

Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi blása bændur bjartsýni í brjóst á fundi í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30. Fundarefnið er markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu.
Meira

Talnagreining fyrir árið 2018

Benedikt S. Lafleur hefur sent frá sér talnagreiningu fyrir árið 2018. Hann segir að nýtt ár sé ár frumkvöðla, þeirra sem ryðja brautina. Þversumman 11 sé tala mikillar andlegrar hreinsunar, en einnig í efnislegum skilningi, tala umbrota og jafnvel náttúruhamfara. Spá Benedikts fer hér á eftir:
Meira

Besta nýársgjöfin til barna og unglinga á Íslandi

Út er komin rafbókin Óskar og loftsteinninn eftir Kristján Bjarna Halldórsson, áfangastjóra FNV á Sauðárkróki. Bókin, sem er nýársgjöf til barna og unglinga á Íslandi, fjallar um Óskar, 15 ára strák, sem býr í Fljótshlíðinni. Nótt eina lendir loftsteinn á húsinu hans. Óskar hefur ákveðnar hugmyndir um hvað hann vill gera við loftsteininn sem er mjög verðmætur en áætlanir hans komast í uppnám þegar loftsteininum er stolið. Þá hefst eltingarleikurinn sem berst meðal annars upp á Eyjafjallajökul.
Meira

Þrjár heppnar dregnar út í Jólakrossgáta Feykis

Það var ekkert verið að hugsa um kynjahalla né kvóta þegar dregið var úr innsendum lausnum í jólakrossgátu Feykis í gær. Þar fékk kvenfólkið öll verðlaunin þrenn. Kristín Jósefsdóttir Ásbjarnarstöðum Húnaþingi fær eina nótt í tveggja manna herbergi á Puffins Palace Guesthouse á Sauðárkróki. Strigaprent frá Nýprenti kemur í hlut Elinborgar Hilmarsdóttur Hrauni í Sléttuhlíð og bókin Litagleði fer í hendur Fanneyjar Magnúsdóttur Eyvindarstöðum Blöndudal.
Meira