A-Húnavatnssýsla

Meistaradeild KS 2018 - Mustad-Miðsitja

Sjötta liðið sem kynnt er í KS -deildina í hestaíþróttum 2018 er Mustad-Miðsitja. Liðið skipa fimm knapar frá Hólum, kennarar og nemendur sem verða undir stjórn Sinu Scholz tamningakonu á Miðsitju.
Meira

Tvö sveitarféllög sameinast um byggingar- og skipulagsfulltrúa

Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa tekið upp samstarf um byggingar- og skipulagsfulltrúa en Þorgils Magnússon, byggingarfræðingur, verður starfsmaður beggja sveitarfélaganna frá og með 1. janúar 2018. Á vef Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöð hans verði á skrifstofum Blönduósbæjar og er íbúum Blönduóss og Húnavatnshrepps bent á að snúa sér til hans með erindi vegna byggingar- og skipulagsmála.
Meira

Mikil fjölbreytni í starfi Þekkingarsetursins

Starfsemi Þekkingarsetursins á Blönduósi var fjölbreytt á árinu sem er að líða og fer verkefnum þess sífellt fjölgandi. Katharina A. Schneider, framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins, lítur yfir helstu þætti í stafri ársins í pistli á vef þess nú á dögunum.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps býður á æfingu

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur átt viðburðaríkt ár og bar þar að sjálfsögðu hæst þátttaka kórsins í keppninni Kórar Íslands þar sem hann hampaði fyrsta sætinu. Kórmeðlimir vilja nú þakka fyrir þann mikla stuðning sem þeir fengu í keppninni og ætla að hafa opna æfingu á léttum nótum í Félagsheimili Blönduóss í kvöld klukkan 20:30. Þangað eru allir velkomnir sem tök hafa á að mæta og er frítt inn en húsið verður með léttar veitingar til sölu. Það er örugglega óhætt að lofa góðri kvöldstund á Blönduósi.
Meira

Annar fundur sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu

Annar fundur sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu var haldinn þann 6. desember sl. Meðal málefna fundarins var ráðning ráðgjafafyrirtækis vegna verkefnisins, aðkoma Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verkefninu og þóknanir til nefndarmanna.
Meira

Hinn sanni jólaandi í Blönduskóla

Það ríkti sannur jólaandi hjá nemendum og starfsfólki Blönduskóla fyrir jólin þegar átta af tíu bekkjum skólans, sem og starfsfólk, tóku sig saman og gáfu peninga til góðra málefna fyrir hátíðirnar. Það voru verkefni SOS-Barnahjálpar, UNICEF og Jólasjóður RKÍ sem fengu að njóta gjafmildi þeirra að þessu sinni.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla.
Meira

Fjórir ættliðir í sama kirkjukór

Það gerist líklega ekki á hverjum degi að fjórir ættliðir syngi í sama kórnum en sú er nú raunin í Kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd. Nýlega gekk til liðs við kórinn ung stúlka, Sóley Sif Jónsdóttir, sem er aðeins 10 ára gömul. Í kórnum syngja einnig langamma hennar, Guðrún Sigurðardóttir, amma hennar, Hallbjörg Jónsdóttir og föðursystir hennar, Jenný Lind Sigurjónsdóttir.
Meira

Eva Pandora nýr starfsmaður á þróunarsviði Byggðastofnunar

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í október síðast liðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að Eva, sem er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, sé að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuðborgarstofu í viðburðastjórnun.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Íbess

Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess þar sem Jóhann B. Magnússon á Bessastöðum í Húnaþingi er liðsstjóri sem fyrr. Með honum eru hörku liðsmenn, m.a. bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að vitað sé að þeir bræður búi ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn.
Meira