A-Húnavatnssýsla

Skúlabraut 22 er Jólahús ársins 2017 á Blönduósi

Lesendur Húnahornsins völdu Skúlabraut 22 sem Jólahús ársins 2017 á Blönduósi. Húsið, sem hýsir Sambýlið á Blönduósi, er fallega skreytt jólaljósum, er mjög jólalegt og sannarlega vel að þessari viðurkenningu komið.
Meira

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti er Maður ársins 2017 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins og bárust blaðinu fimm tilnefningar. Niðurstaðan var afgerandi og var það Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti sem hampaði titlinum að þessu sinni. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Hann heldur lífsgleðinni og kraftinum hvernig sem allt er. Það er það sem ég dáist að og við ættum að hafa til fyrirmyndar,“ en jákvæðni Pálma í baráttu hans við krabbamein undanfarin ár hefur vakið athygli fólks.
Meira

Reiðnámskeið hjá Hestamannafélaginu Neista

Í vetur mun Hestamannafélagið Neisti bjóða upp á reiðnámskeið. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir sem menntuð er sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum verður kennari á námskeiðunum. Mörg námskeið verða í boði, s.s. Pollanámskeið ætluð börnum 7 ára og yngri, almenn reiðnámskeið fyrir 8-10 og 11-14 ára og Knapamerki. Skráning fer fram hjá Guðrúnu á gudrunrut@hotmail.com eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er laugardaginn 6. janúar.
Meira

Músagangur og aflífun meindýra - hvað samræmist lögum

Matvælastofnun segir að nú berist víða af landinu fréttir um óvanalega mikinn músagang í húsum og má vera að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvað hlutverk og vill stofnunin af gefnu tilefni ítreka frétt frá 2014 sem fjallaði um eyðingu og aflífun meindýra, m.a. með notkun drekkingargildra, en notkun þeirra brýtur gegn ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samveruna á því liðna.
Meira

Áramótaveðrið

Það má öruggt teljast að veður verði eins og best verður á kosið í kvöld þegar landsmenn kveðja árið og taka á móti því nýja með tilheyrandi sprengingum og ljósagangi.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Í tilefni áramótanna vill Matvælastofnun minna dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin verði sjálfum sér og öðrum til tjóns. Með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana má forðast slys um áramót og á þrettándanum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar

Nú styttist í áramótin og að vanda verður árið kvatt með brennum og skoteldum. Hér um slóðir eru það björgunarsveitirnar sem hafa umsjón með þessum viðburðum og hefur Feykir upplýsingar um eftirtaldar brennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra:
Meira

Lasagne a‘la Árni og beikonvafðir þorskhnakkar með Mexikóosti

Matgæðingar vikunnar í 48. tölublaði árið 2015 voru þau Árni Halldór Eðvarðsson og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, eða Gigga eins og hún er alltaf kölluð. Árni vinnur á Trésmíðaverkstæði Helga Gunnarssonar og Gigga er tómstunda- og félagsmálafræðingur og sér um Félagsmiðstöðina á Skagaströnd ásamt því að kenna smíðar og fleira við Höfðaskóla.
Meira

Heimir með Áramótagleði í kvöld

Karlakórinn Heimir heldur áramótatónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 29. desember, og hefjast þeir klukkan 20:30. Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum en stjórnandi er sem fyrr Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas Higgerson. Stór tímamót eru nú hjá kórnum þar sem í gær voru liðin 90 frá því hann var stofnaður. Gísli Árnason, formaður kórsins, segir að formleg afmælisdagskrá verði haldin næsta vor.
Meira