A-Húnavatnssýsla

Bókasafnsdagurinn er í dag

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, þann 8. september, á alþjóðlegum degi læsis. Það var árið 1965 sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu daginn að aðþjóðadegi læsis og þennan dag er fólk um allan heim hvatt til að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða nota tungumálið á einhvern annan hátt til ánægjulegra samskipta.
Meira

Ágæt veiði í Miðfjarðará

Nú hafa veiðst 3239 laxar i Miðfjarðará og er hún enn sem fyrr í öðru sæti á listanum yfir aflahæstu árnar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 3677 laxar í ánni. Blanda, sem verið hefur í fimmta sæti á listanum, fellur nú niður í það sjötta með 1430 laxa en ekki veiddust nema 13 laxar í ánni í síðustu viku. Er þar fyrst og fremst að kenna yfirfallinu í Blöndulóni. Miklu munar á veiðinni í Blöndu nú og á síðasta ári þegar hún hafði skilað 2330 löxum á sama árstíma.
Meira

Leikfélag Akureyrar æfir Kvenfólk

Leikfélag Akureyrar æfir nú í Samkomuhúsinu sýninguna Kvenfólk eftir Hund í óskilum. Í sýningunni fara þeir félagar í Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Sýningin verður frumsýnd þann 29. september og sýnd í október og nóvember í Samkomuhúsinu.
Meira

List fyrir alla í grunnskólunum

Grunnskólanemendur á Norðurlandi vestra fengu góða heimsókn í gær og fyrradag þegar hljómsveitin Milkywhale hélt tónleika á sex stöðum á svæðinu. Tónleikarnir eru á vegum barnamenningarverkefnisins List fyrir alla sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er því ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum, óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og stefnt að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðunni List fyrir alla.
Meira

Réttað í 200 ára gömlu morðmáli

Á laugardaginn kemur, þann 9. september, stendur Lögfræðingafélag Íslands fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi. Á annað hundrað manns eru væntanlegir til Hvammstanga þar sem ný réttarhöld í málinu, sem átti sér stað fyrir tæpum 200 árum, verða settt á svið.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands mun standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land, alla miðvikudaga í september að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga, vítt og breitt um landið, og verður fyrsta gangan í dag, 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangurinn með verkefninu að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Húsnæðisstuðningur til 15-17 ára nemenda í Sveitarfélaginu Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd hyggst veita sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila ungmenna á aldrinum 15-17 ára sem þurfa að leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili. Þar er átt við herbergi á heimavist eða námsgörðum eða aðra sambærilega aðstöðu á almennum markaði. Ef nemendur deila húsnæði með öðrum getur húsnæðisstuðningur þessi náð til þeirrar leigu enda sé leigusamningur þá gerður við hvern og einn. Gerð er krafa um að leigjandi og leigusali séu ekki nátengdir. Þetta kemur fram á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Sóknaráætlun Norðurlands vestra stendur fyrir starfakynningu

Nær daglega heyrist í fréttum að erfiðlega gangi að fá iðnaðarmenn til starfa, að mikill skortur sé á iðn- og tæknimenntuðu fólki og þar fram eftir götunum. Ýmsar tilgátur hafa verið uppi um ástæðu þess að unga fólkið okkar leitar síður í nám í þessum greinum en í hefðbundið bóklegt nám, meðal annars er því kennt um að skólakerfið sé frekar sniðið að þörfum þeirra sem hyggja á bóklegt nám en hinna.
Meira

Innköllun á Floridana safa í plastflöskum

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun Ölgerðarinnar á ávaxtasafa, öllum bragðtegundum og öllum dagsetningum. Innköllunin er gerð vegna þess að yfirþrýstingur hefur myndast í flöskunum og valdið nokkrum slysum þegar flöskurnar hafa verið opnaðar.
Meira

Ungur fatlaður Blönduósingur berst fyrir draumi sínum.

Rúnar Þór Njálsson er 25 ára gamall Blönduósingur sem berst nú fyrir draumi sínum. Rúnar er með CP fjórlömun og er í hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og vó þá aðeins fjórar merkur.
Meira