A-Húnavatnssýsla

Hanna og smíða hleðslustöð fyrir rafmagnsreiðhjól

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur þátt í Evrópuverkefninu Easy Sharging Green Driving ásamt fjórum öðrum skólum frá Noregi, Belgíu, Tékklandi og Þýskalandi. Í síðustu viku var komið að FNV að halda utan um sameiginlegan fund allra skólanna.
Meira

Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef lýst yfir framboði í 1. Sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Meira

Tveir fyrirlestrar á Hólum

Háskólinn á Hólum býður upp á tvo áhugaverða fyrirlestra í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn, sem haldinn verður miðvikudaginn 27. september kl. 15:30, fjallar um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu viðburða og ferðaþjónustu. Þar verður meðal annars fjallað um dæmi um notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu ferðaþjónustu og viðburða í Finnlandi.
Meira

Tinna Björk ráðin verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Tinna Björk Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki. Á heimasíðu Nmi.is segir að hennar sérþekking sé alþjóðaviðskipti, frumkvöðlastyrkir, fyrirtækja- og hugmyndaþróun, handleiðsla, námskeið, nýsköpun og frumkvöðlar, stuðningsverkefni. Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Tinnu Björk í Föstudagsþættinum sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.
Meira

Bara Vinstri, ekki Græn

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum.
Meira

Blönduósbær tekur nýja heimasíðu í notkun

Blönduósbær hefur tekið í notkun nýja heimasíðu með það að markmiði að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra, eins og segir í tilkynningu á hinni nýju síðu. Þar segir að vefsíðan verði í stöðugri þróun og séu flestar upplýsingar sem voru á eldri vefsíðunni nú komnar inn á nýju síðuna en smátt og smátt verði þær uppfærðar og það lagað sem betur má fara.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aukins kjördæmisþings sunnudaginn 1. október kl. 13 þar sem gengið verður frá framboðslistanum fyrir alþingiskosningar 2017. Fundað verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.
Meira

Fljótlegur svartfugl og agalega góð desertsósa

„Einföld og fljótleg eldamennska hefur í gegnum tíðina verið mest í uppáhaldi á heimilinu. Að vísu er minn gamli að koma sterkur inn, sérstaklega ef hann hefur veitt það sem á að elda, þá er tekinn tími og sönglað meðan á eldun stendur. Í tilefni af áskorun úr næsta hreppi þá verður boðið upp á þríréttað, takk fyrir pent, en samt einfalt og fljótlegt,“ sagði Sigríður Gestsdóttir enhún og maður hennar, Stefán Jósefsson voru matgæðingar vikunnar í 36. tölublaði Feykis árið 2012.
Meira

100 ára fullveldi og sjálfstæði Íslands

Í morgun opnaði ný vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Á sama tíma er kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins. Afmælinu verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt.
Meira

Beðið eftr Skagabyggð

Nú hafa þrjú sveitarfélög af þeim fjórum sem eru í Austur-Húnavatnssýslu, samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í sýslunni. Aðeins eitt þeirra, Skagabyggð, hefur ekki tekið ákvörðun en eins og kunnugt er hófu Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður formlegar viðræður í sumar.
Meira