A-Húnavatnssýsla

Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm

Sl. laugardag stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og réttuðu á ný í máli Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur sem dæmd voru til dauða fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi, og Pétur Jónsson, vinnumann, þann 13. mars 1928. Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona, var einnig dæmd til dauða en var náðuð af kónginum og dæmd í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin voru að sjálfsögðu sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga, bæði til gamans og fróðleiks.
Meira

Skrapatungurétt, - hestar, handverk og hamingja

Um helgina verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt þar sem Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu verður fjallkóngur og leiðsegir ferðamönnum í smöluninni. Allir geta tekið þátt í reiðinni, hægt er að mæta með eigin hest eða leigja af heimamönnum.
Meira

Góðar undirtektir við starfakynningu

Eins og Feykir fjallaði um fyrir nokkru hefur verið ákveðið að halda svokallaða starfakynningu á vegum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Leitað er til fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra á sviði iðn-, verk-, raun- og tæknigreina um að kynna þau störf sem innt eru af hendi á þeirra vinnustöðum fyrir nemendum í eldri bekkjum grunnskólanna á svæðinu svo og nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ennfremur verður kynningin opin foreldrum. Lögð er áhersla á að hér er um starfakynningu að ræða en ekki kynningu á fyrirtækjunum sem slíkum.
Meira

„Stórauknir skattar á búsetu fólks“

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins boðar stórfellda skattheimtu á fjarlægðir frá höfuðborginni eða næsta stórþéttbýli. Samgöngur og flutningskostnaður ráða miklu um samkeppnishæfni búsetu fólks og atvinnureksturs í landinu. Ísland er strjálbýlt land með miklum vegalengdum. Fjarlægðir á milli fólks er eini reginmunurinn á dreifbýli og þéttbýli...
Meira

Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar sameiningarviðræðum

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur tilnefnt þá Valgarð Hilmarsson og Hörð Ríkharðsson í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Þær Oddný María Gunnarsdóttir og Anna Margrét Jónsdóttir voru tilnefndar til vara.
Meira

Akrahreppur tekur ekki þátt í sameiningarviðræðum

Sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra hafa verið að kanna áhuga kollega sinna á sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hafa ýmsar leiðir verið ræddar og áhugi á sameiningu verið nokkur í Austur- Húnavatnssýslu þó sitt sýnist hverjum um útfærslur. Þá er helst verið að skoða hvert Skagabyggð muni snúa sér.
Meira

Ekki þarf að slátra því fé sem fór yfir Blöndu

Greint var frá því í upphafi vikunnar að Matvælastofnun hefði tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar yrði slátrað í haust. Nú hefur stofnunin fallið frá þeirri kröfu. Samkvæmt skilgreiningu MAST er Blanda í flokki varnarlína vegna sauðfjársjúkdóma og er því ekki heimilt að flytja fé þar yfir. Varnir við ána eru þó litlar og eftir að áin var virkjuð er hún þurr á stórum kafla og því greiðfært fyrir fé þar yfir.
Meira

Birgðir við upphaf sláturtíðar mun minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti síðasta árs þann 1. september 2017 voru 1.063 tonn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsambandi sauðfjárbænda. Á sama tíma í fyrra voru brigðirnar 1.262 tonn. Birgðir við upphaf sláturtíðar eru því 16,6% minni á en í fyrra. Frá þessum birgðum munu dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu á markað en sala á innanlandsmarkaði er um 560 tonn á mánuði að meðaltali. Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem eru um 10 þúsund tonn.
Meira

Öllu fé sem fór yfir Blöndu í sumar skal slátrað

Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar verði slátrað í haust. Frá þessu var greint í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt var við Þorleif Ingvarsson, sauðfjárbónda og oddvita Húnavatnshrepps, en hann segir vinnubrögð Matvælastofnunar óboðleg og að líklegt sé að bændur kæri ákvörðunina.
Meira

Ítölsk kjúklingasúpa og grillaður ananas með ís

„Hér er smá uppskrift sem er fljótlegt að gera og er alveg rosalega góð. Svakalega holl og matarmikil. Fundum hana upprunalega á eldhússögur.is og eldum hana reglulega. Okkur finnst líka alveg frábært hvað það þarf lítið að vaska upp, það bara fer allt í sama pottinn,“ segja matgæðingar vikunnar, í 35. tölublaði Feykis árið 2015, Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson á Sauðárkróki.
Meira