feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
30.08.2017
kl. 15.36
Næstu daga ætla feðginin Sólveig Vaka Eyþórsdóttir og Eyþór Árnason að ferðast um landið með viðburð þar sem tónum og tali er blandað saman. Sólveig Vaka mun leika einleiksverk á fiðlu eftir J.S. Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og frumflytja nýtt verk eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson, sem hann samdi fyrir hana í ár. Eyþór Árnason var nýverið tilnefndur til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna sem Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stofnuðu nýverið til, fyrir bestu ljóðabók ársins, Ég sef ekki í draumheldum náttfötum. Hann flytur ljóð úr bókinni, sem og eldri bókum sínum.
Meira