A-Húnavatnssýsla

Ný göngukort komin út

Ný göngukort yfir svæðið á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu eru nú komin út. Annað kortið nær yfir Skagann á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, hitt yfir svæðið frá Skagafirði til Vatnsdals.
Meira

Kjúklingaréttur með Ritzkexi og sjúklega gott Nicecream

Matgæðingar vikunnar í 34. tölublaði Feykis árið 2015 voru Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Jón Benedikts Sigurðsson á Hvammstanga. Þau buðu lesendum upp á uppskrift af kjúklingarétti með Ritzkexi í aðalrétt en svokallað Nicecream í eftirrétt.
Meira

Fyrstu réttir um helgina

Nú styttist í göngur og réttir sem eru án efa viðburðir sem margir bíða með eftirvæntingu. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra verða á morgun, þann 2. september, þegar réttað verður á fjórum stöðum í Skagafirði og einum í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hefur nú tekið saman lista yfir réttir á svæðinu. Er hann að mestu unninn upp úr Bændablaðinu og er þar tekið fram að ekki sé ólíklegt að eitthvað sé um villur á listanum og eins geti náttúruöflin átt þátt í að breyta fyrirætlunum með stuttum fyrirvara. Ef glöggir lesendur verða varir við rangar dagsetningar væru athugasemdir vel þegnar á netfangið feykir@feykir.is.
Meira

Plastlaus september

Í dag, 1. september, hófst formlega árvekniátakið Plastlaus september. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hve gífurlegt magn af plasti er í umferð og að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.
Meira

Ályktun fundar sauðfjárbænda

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi á Blönduósi í fyrrakvöld. Svohljóðandi ályktun var lögð fyrir fundinn og hún samþykkt.
Meira

Samningur um sálfræðiþjónustu undirritaður

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í dag tveggja ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir sveitarfélögin síðustu tvö ár og hefur hún haft fasta viðveru á svæðinu einn til þrjá daga í mánuði. Markmiðið með nýjum samningi er að auka við sálfræðiþjónustuna og framvegis mun Ester vera fjóra daga í mánuði á svæðinu.
Meira

Fullt hús á bændafundi á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem staða sauðfjárbænda var rædd. Á fjórða hundrað manns mættu á fundinn og var þungt yfir fundargestum enda um grafalvarlegt mál að ræða þar sem fyrirhuguð skerðing sláturleyfishafa á afurðaverði gæti valdið allt að 56% launalækkun til bænda. Framsögu á fundinum höfðu þau Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur á rekstrarsviði RML.
Meira

Blóðgjöf er lífsgjöf

Blóðbankabíllinn er alltaf á ferð um landið og einmitt þessa stundina er hann staddur á planinu við Skagfirðingabúð þar sem Skagfirðingum gefst kostur á að leggja inn hjá bankanum til klukkan 11:30 í dag. Þá færir hann sig um set og verður á planinu við N1 á Blönduósi frá klukkan 14 til 17 í dag.
Meira

Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð

Næstu daga ætla feðginin Sólveig Vaka Eyþórsdóttir og Eyþór Árnason að ferðast um landið með viðburð þar sem tónum og tali er blandað saman. Sólveig Vaka mun leika einleiksverk á fiðlu eftir J.S. Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og frumflytja nýtt verk eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson, sem hann samdi fyrir hana í ár. Eyþór Árnason var nýverið tilnefndur til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna sem Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stofnuðu nýverið til, fyrir bestu ljóðabók ársins, Ég sef ekki í draumheldum náttfötum. Hann flytur ljóð úr bókinni, sem og eldri bókum sínum.
Meira

Bókmenntahátíð á Akureyri

Þriðjudaginn 5. september verður Bókmenntahátíð haldin í fyrsta sinn á Akureyri og fer hún fram í Menningarhúsinu Hofi. Dagskrá hennar er unnin í afar góðu samstarfi Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Bókmenntahátíðin hefst hér norðan heiða degi áður en Bókmenntahátíðin í Reykjavík er sett. Boðið verður upp á tvo viðburði þennan dag með þátttöku rithöfundanna Anne-Cathrine Riebnitzsky og Esmeralda Santiago.
Meira