A-Húnavatnssýsla

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi

Á morgun, föstudaginn 22. september verður opið hús í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn sýna vinnu sína. Í tilkynningu frá safninu segir að ef vel viðrar muni þang-konan kveikja upp í keramikofni utandyra. Opið verður milli kl. 16:00 og 18:00.
Meira

Tröll gera víðreist

Handbendi – brúðuleikhús, atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, sem rekið er á Hvammstanga sýnir brúðuverkið Tröll eftir Gretu Clough í Tjarnarbíói þann 30. september kl. 15:30. Í framhaldi af því verða nokkrar sýningar á verkinu á Norðurlandi en að þeim loknum verður haldið til Englands þar sem sýnt verður á nokkrum stöðum áður en leikferðinni lýkur með sýningu í South Bank Centre í Lundúnum. Það verður að teljast merkilegur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sýni í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna.
Meira

Feykir um allt Norðurland vestra

Í Feyki vikunnar er ýmislegt skemmtilegt að sjá eins og oft áður. Þar sem tími gangna og rétta, þá sérstaklega stóðrétta, eru um þessar mundir eru viðtöl við valinkunna hestamenn í blaðinu ásamt öðru skemmtilegu efni. Feykir vikunnar á að berast inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra að þessu og vonandi heimilisfólki til ánægju.
Meira

Minnt á reglur um útivistartíma barna

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á reglur um útivistartíma barna en kveðið er á um hann í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir:
Meira

Árleg inflúensubólusetning

Á næstunni verður bólusett gegn inflúensu á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Í auglýsingum frá Heilbrigðisstofnuninni kemur fram að allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig svo og öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Þá er æskilegt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í framantöldum áhættuhópum fái bólusetningu svo og þungaðar konur. Einnig eru lungnabólusetningar ráðlagðar einstaklingum eldri en 60 ára.
Meira

Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.
Meira

Skrapatungurétt - Myndir

Síðast liðinn laugardag fór fram stóðsmölun í Laxárdal fremri og hafa aldrei verið jafn margir þátttakendur sem nú. Að sögn Skarphéðins Einarssonar ferðamannafjallkóngs voru um 320 ríðandi gestir auk smala.
Meira

Sundleikfimi á Blönduósi

Nú eru tímar í sundleikfimi að hefjast i sundlauginni á Blönduósi. Það er sunddeild Ungmennafélagsins Hvatar sem stendur fyrir þessu fjögurra vikna námskeiði sem hófst í dag. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:20-11:00 og er námskeiðið frítt að því undanskildu að þátttakendur þurfa að borga aðgangseyri í sundlaugina. Þjálfari er Ásta María Bjarnadóttir.
Meira

Þú kemst þinn veg er gestasýning LA í október

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leiksári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga leikhúslíf hér norðan heiða. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að nýlokið sé sýningum á Hún pabbi í Samkomuhúsinu og voru viðtökurnar frábærar og sýningin vel sótt. Þann 15. október verður tekið á móti Þú kemst þinn veg sem er frelsandi og fyndin heimildarsýning sem veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm.
Meira

Vill leiða lista Pírata í komandi kosningum

Eva Pandora Baldursdóttir þingmaður Pírata hefur tilkynnt að hún sækist eftir að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Eva Pandora 27 ára Skagfirðingur, viðskiptafræðingur að mennt en hefur einnig stundað nám í menningarstjórnun og er nú að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.
Meira