A-Húnavatnssýsla

Funda um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði hafa boðað til til opins umræðufundar um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 20:00.
Meira

Opinn fundur um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði standa fyrir opnum umræðufundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 30. ágúst nk. klukkan 20:00.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimagerðu hamborgarabrauði.
Meira

SAUÐFJÁRRÆKT-atvinnugrein eða áhugamál?

Enn og aftur kvörtum við sauðfjárbændur yfir verðlagningu afurðastöðva á innlegginu okkar á hausti komanda. Ástæður er margar segja forsvarsmenn afurðastöðva s. s. að erlendir markaðir eru lokaðir og framleiðslan er langt umfram eftirspurn. Hvernig bregðumst við við? Jú, við förum til stjórnvalda og biðjum um að þeir fari í aðgerðir til að bæta þetta ástand og það strax nú í haust.
Meira

Treg veiði víðast hvar

Enn er veiði almennt minni í húnvetnskum laxveiðiám en á sama tíma í fyrra og sömu sögu er að segja af flestum öðrum ám á landinu.
Meira

Þuríður Harpa hyggur á framboð til formanns ÖBÍ

Í nýjasta Feyki er viðtal við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Nýprents á Sauðárkróki, en þar kemur fram að hún hyggi á framboð til formanns Öryrkjabandalag Íslands en kosning um það embætti fer fram í haust. Eins og staðan er nú er hún sú eina sem boðað hefur framboð til embættisins.
Meira

Dýravakt MAST - Ný fésbókarsíða í loftið

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja Fésbókarsíðu undir yfirskriftinni Dýravakt Matvælastofnunar en tilgangur síðunnar er að skapa gagnvirkan vettvang til að miðla upplýsingum um heilbrigði og velferð dýra milli Matvælastofnunar, dýraeigenda og almennings. Um er að ræða upplýsingagjöf frá stofnuninni til dýraeigenda um dýravelferðarmál og hins vegar með upplýsingagjöf frá almenningi til Matvælastofnunar þegar grunur leikur á illri meðferð á dýrum.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 15.-17. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og hefst dagskráin á föstudagskvöldið með handverksmarkaði og súpukvöldi í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Hátíð í Húnavatnshreppi

Íbúahátíð Húnavatnshrepps verður haldin næsta föstudagskvöld, þann 25. ágúst. Hátíðin verður haldin í Húnavallaskóla og hefst hún kl. 20:30.
Meira