Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
16.02.2017
kl. 11.04
Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.
Meira