A-Húnavatnssýsla

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.
Meira

Rumba í lok mánaðar

Þriðjudaginn 7. febrúar sl. komu sextán félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar sem stóð yfir í 25 mínútur. Farið var yfir veðurspá janúarmánaðar. Snjór var heldur fyrr á ferðinni en reiknað var með, en kom engu að síður þannig að ágæt sátt var um spána. Nýtt tungl kviknaði 28. jan. í NV og er það ráðandi fyrir veðurfar í þessum mánuði. Síðan kviknar nýtt tungl 26. febrúar í S. og er góutungl. Nokkrir draumar klúbbfélaga benda til þess að veður í febrúar verði svipað og það var í janúar. Vindar blási úr öllum áttum og hitastig verði hátt miðað við árstíma. Í lok mánaðar má gera ráð fyrir einhverri rumpu, sem þó stendur stutt.
Meira

Edduverðlaunagripurinn smíðaður í FNV

Nýlega fór fram tilnefning til Edduverðlaunanna en þau verða afhent við hátíðlega athöfn þann 26. febrúar nk. Þá var einnig kynntur til sögunnar nýr verðlaunagripur sem nú verður afhentur í fyrsta sinn og er hannaður af Árna Páli Jóhannssyni, leikmyndahönnuði, og leysir hann af hólmi fyrri styttu sem hefur verið veitt frá upphafi, árið 1999.
Meira

#kvennastarf

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Algengt er talað sé um „hefðbundin kvennastörf“. Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að starfsgreinar geti flokkast í kvennastörf og karlastörf.
Meira

Skrifstofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur tímabundið á Ísafjörð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.
Meira

Tíu sækja um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að tíu umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra en auglýsing var birt í byrjun janúar. Umsóknarfrestur rann út 25. janúar.
Meira

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, er 112 dagurinn. Á Blönduósi og Hvammstanga verða viðbragðsaðilar með dagskrá í tilefni dagsins.
Meira

Frábær aðsókn á þorrablót á Skagaströnd

Metaðsókn var á þorrablót sem haldið var í Fellsborg á Skagaströnd á laugardaginn var. Að vanda var það kvenfélagið á staðnum sem hafði veg og vanda af blótinu en hópur áhugafólks sá um skemmtiatriði sem voru bæði leikin og sungin.
Meira

Leitað að efni í Húnavöku

Ritnefnd Húnavöku hefur sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á skilafrest efnis í næstu Húnavöku. Efnið getur til dæmis verið ferðasaga, frásögn um dvöl í ókunnu landi, smásaga, kveðskapur, frásögn eða almennur fróðleikur.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið

Í nýjum námsvísi Farskólans kemur fram að ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið. Þannig bjóða Stéttarfélögin Kjölur, Samstaða og SFR félagsmönnum sínum á þrjú námskeið. Þar er um að ræða skrautskriftarnámskeið, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta.
Meira