A-Húnavatnssýsla

Stéttarfélög bjóða á námskeið

Í nýjum námsvísi Farskólans kemur fram að ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið. Þannig bjóða Stéttarfélögin Kjölur, Samstaða og SFR félagsmönnum sínum á þrjú námskeið. Þar er um að ræða skrautskriftarnámskeið, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta.
Meira

Smíða Helluskeifur af miklum móð

Þau Rúnar Jóhannsson og Sesselja Guðmundsdóttir á Skagaströnd stunda skeifnasmíði yfir vetrarmánuðina en þau keyptu þekkt framleiðslufyrirtæki á því sviði og fluttu á staðinn fyrir rúmu ári. Segja þau að hvatinn að kaupunum hafi verið sá að Rúnar hafi vantað eitthvað að gera til að fylla upp í tómarúm sem skapast yfir vetrarmánuðina. Feykir kíkti í heimsókn og forvitnaðist um tilurð kaupanna og framleiðsluna.
Meira

Listamiðstöðin Nes og Vesturfarasetrið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Tvö menningarverkefni á Norðurlandi-vestra hafa verið valin úr hópi 37 umsækjenda á lista Eyrarrósarinnar 2017 og eiga því möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan landsbyggðarinnar og er markmið hennar að beina athygli að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Meira

Arctic Coastline Route - Strandvegur um Norðurland

Verkefnið Arctic Coastline Route eða strandvegur um Norðurland hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan sem samstarfsverkefni sveitarfélaganna Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um ferðamannaveg um Tröllaskaga.
Meira

Svínavatn 2017

Ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. laugardaginn 4. mars nk. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
Meira

Fríða Eyjólfsdóttir nýr blaðamaður Feykis

Búið er að ráða Fríðu Eyjólfsdóttur í stöðu blaðamanns Feykis sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Alls sóttu níu manns um stöðuna, þrír karlmenn og sex konur.
Meira

Málmey SK 1 veiddi mest ferskfisksskipa

Vefsíðan Aflafréttir hefur tekið saman lista yfir aflahæstu togara landsins fyrir árið 2016. Skagfirski togarinn Málmey SK 1 var fengsæll og bar mestan afla allra ísfisksveiðiskipa að landi, alls 8551 tonn í 47 löndunum. Næstu skip voru Björgvin EA 311 með 7467 tonn og Helga María AK 16 með 7454 tonn. Í ellefta sæti kemur svo Klakkur SK 5 með 5654 tonn.
Meira

Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Meira

63 þúsund þátttakendur í Blóðskimun til bjargar

Viðtökur landsmanna við Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum hafa verið frábærar en nú þegar hafa rúmlega 63 þúsund manns um allt land skráð sig til þátttöku. Þjóðarátakið hófst um miðjan nóvember síðastliðinn þegar 148 þúsund manns á landinu öllu, sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr, fengu boð um þátttöku. Því hafa rúm 42% þeirra skráð sig til þátttöku og hefur rannsókninni þegar borist blóðsýni frá um sjö þúsund þátttakendum.
Meira

Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
Meira