A-Húnavatnssýsla

Brautargengi í Skagafirði

Áformað er að halda námskeiðið Brautargengi í Skagafirði og mun það hefjast 1. febrúar. Um er að ræða námskeið fyrir konur sem vilja vinna að eigin viðskiptahugmynd í nýju eða starfandi fyrirtæki.
Meira

Blöndubrú verr farin en við var búist

Framkvæmdum á Blöndubrú er að ljúka. Hafa þær staðið yfir síðan í ágúst. „Þetta hefur gengið vel en hún var bara miklu verr farin en við gerðum ráð fyrir, þannig þetta var því miklu stærri aðgerð en var áætlað,“ sagði Sigurður Hallur Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, í samtali við Feyki.
Meira

Meðalaldurinn á einni stofunni á HSN á Blönduósi er rúm hundrað ár

Það má segja að meðalaldurinn í einu herberginu á sjúkradeild HSN á Blönduósi sé býsna hár. Þar búa tvær konur sem samanlagt eiga rúmlega 201 aldursár að baki. Sigrún Hjálmarsdóttir er fædd í september árið 1915 og María Magnúsdóttir í október árið 1916. Þær hafa báðar fótavist - eru ótrúlega ernar eins og gjarnan er sagt. Blaðamaður Feykis heimsótti Maríu og Sigrúnu síðast liðinn föstudag og fékk þær til að rifja upp nærri aldar gamlar minningar.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hættir störfum

Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun þess er lögregluembættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í ársbyrjun 2015. Páll, sem er komin á 69. aldursár, segist þeirrar skoðunar að menn eigi að hætta störfum áður en þeir verði að gera það við 70 ára aldur. Starfslok hans verða 31. mars nk.
Meira

Hvöt undirritar samning við samstarfsaðila

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi hefur undanfarna mánuði unnið að gerð samstarfssamningu við Blönduósbæ og ýmis fyrirtæki á staðnum, í þeim tilgangi að styrkja starfsemi félagsins enn frekar.
Meira

Nýjar reglur um veitinga- og gististaði

Gefin hefur verið út, ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á grundvelli breytinga sem gerðar voru á síðasta ári. Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að væntanlega verði helstu áhrif reglugerðarinnar, annars vegar einföldun á leyfisveitingu til minnstu gististaðanna þ.e. heimagistingar og hins vegar að auka umsýslu sveitarfélaga við leyfisveitingar og minnka tekjur þeirra.
Meira

Skarphéðinn Húnfjörð maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins hafa valið Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016. „Skarphéðinn hefur í meira en aldarfjórðung skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetninga og er það mikil gæfa fyrir héraðið að eiga hann að,“ segir í frétt á Húnahorninu.
Meira

Fjöldi leitarmanna tóku þátt í leit að Birnu

Einbeiting, kraftur og samkennd einkenndu hóp björgunarsveita landsins um helgina þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur en um umfangsmestu leit var að ræða sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt hingað til. Félagar úr björgunarsveitum á Norðurlandi vestra slógust í hópinn en um 500 björgunarsveitamenn, tóku þátt í leitinni. Eins og fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fannst Birna í gær og var hún þá látin.
Meira

Besta ár í lambakjötssölu frá hruni

Innanlandssala á lambakjöti var 5,2% meiri 2016 en árið á undan samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunnar en alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra. Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að salan hafi ekki verið meiri síðan hrunárið 2008 en samdráttur var í sölunni þrjú ár þar á undan. Erlendir ferðamenn virðast vera komnir á bragðið.
Meira

Fjórar kindur sóttar í Vesturfjöll

Í gær var farinn leiðangur í Vesturfjöllin í Skagafirði til að sækja kindur sem vitað var að héldu til við Stakkfellið. Sex manna hópur, á þremur fjórhjólum og tveimur sexhjólum, lagði af stað frá Gautsdal og óku norður Laxárdal og í gegnum Litla-Vatnsskarð. Þaðan var haldið út Víðidal og til móts við Gvendarstaði fundust fjórar kindur, vestan í Stakkfellinu. Þær voru handsamaðar, fluttar til byggða og komið til eigenda sinna.
Meira