A-Húnavatnssýsla

Síðasti dagur jóla í dag

Þrettándinn er í dag 6. janúar, þrettándi og síðasti dagur jóla og Kertasníkir kemur sér heim til sín seinastur þeirra bræðra. Vaninn er að fólk kveðji jólin með einhverjum hætti, s.s. að fara á þrettándabrennu eða skýtur upp síðustu flugeldunum en m.a. verður hægt að nálgast flugelda hjá Sagfirðingasveit í dag. Hjá þeim verður flugeldasalan opin í dag milli klukkan 15 og 20 í Sveinsbúð á Sauðárkróki og hægt verður að gera góð kaup því 30% afsláttur verður af af öllum vörum þeirra. Ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra þar sem ungmennafélagið Dagsbrún mun sjá um brennu við Gilstaði í Hrútafirði og hefst hún klukkan 18:00.
Meira

Jólakrossgáta Feykis - þrír fá flotta vinninga

Góð þátttaka var í jólakrossgátu Feykis sem birtist í síðasta blaði liðins árs. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og fá þrír heppnir þátttakendur vinninga frá Hard Wok, Contalgen Funeral og bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi. Lausnarorðið er: Enginn má fara í jólaköttinn.
Meira

Ný skrifstofa Neytendasamtakanna á Akureyri

Neytendasamtökin opna á næstu dögum skrifstofu á Akureyri, en samtökin ráku um árabil skrifstofu þar sem síðar var lokað. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það mikið ánægjuefni að nú skuli hafa skapast aðstæður, sem gera samtökunum kleift að opna að nýju skrifstofu á Norðurlandi.
Meira

Ingimar Pálsson á Sauðárkróki Maður ársins 2016 á Norðurlandi vestra

Ingimar Pálsson, sem rekur fyrirtækið Topphesta á Sauðárkróki, var kosinn Maður ársins2016 á Norðurlandi vestra af lesendum Feykis. Ingimar sem fagnaði 70 ára afmæli sínu á síðasta ári hefur í rúmlega 30 ár rekið reiðskóla og m.a. staðið fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn sem notið hafa mikilla vinsælda. „Á hann heiður skilinn fyrir að halda þessi öfluga starfi úti ár eftir ár,” segir m.a. í tilnefningu sem Ingimar fékk.
Meira

Síðasti dagur til að skrá sig í fjarnám við FNV

Góð skráning er í fjarnám við FNV, að sögn Sigríðar Svavarsdóttur sem hefur umsjón með fjarnáminu. Skólastarf á vorönn á vorönn hófst í dag og í dag er jafnframt síðasta dagur til að skrá sig í fjarnámið.
Meira

Ekki kalt og snjólétt segja Dalbæingar

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar á nýbyrjuðu ári. Fundurinn hófst kl. 14:00 og stóð yfir í 25 mínútur en fundarmenn voru þrettán talsins. Klúbbfélagar voru vel sáttir með hvernig til hefði tekist með veðurspá fyrir desembermánuð og raunar allt síðast liðið ár. Nýtt tungl kviknaði 29. des. í austri, sem var jólatungl og síðan kviknar nýtt tungl 28. janúar í NV. Það laugardagstungl sem þykir boða gott.
Meira

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 14. janúar. Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, skemmtiatriði og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Meira

Vilko og Prima nýir viðskiptavinir Fjölnets

Flestir landsmenn þekkja Vilko og vörur sem framleiddar eru undir merkjum Vilko, svo sem súpur, grautar og vöfflur svo dæmi sé tekið. Vilko var stofnað árið 1969 en framleiðslan fer öll fram á Blönduósi. Prima hefur frá árinu 2008 framleitt vörur sem krydda tilveruna með yfir 60 tegundum af kryddi og kryddblöndum. Prima kryddvörurnar eru framleiddar hjá Vilko á Blönduósi.
Meira

Höfðingleg gjöf frá Hrútey ehf.

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi fengu sl. fimmtudag afhenta höfðinglega gjöf frá Hrútey ehf. Gjöfin er til minningar um Höllu Jökulsdóttur frá Núpi sem lést 16. september síðastliðinn.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Fjöldi fólks safnaðist saman við áramótabrennu á Sauðárkróki í kvöld enda var veðrið hið besta. Það logaði glatt í bálkestinum og hitinn mikill sem frá honum barst. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit endaði svo góða kvöldstund með flugeldasýningu. Með meðfylgjandi myndum frá kvöldinu óskar Feykir öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á liðnum árum.
Meira