A-Húnavatnssýsla

Bóndadagur markar upphaf þorra

Í dag er bóndadagur sem er jafnframt fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar, eða á tímabilinu 19.-25. janúar, að forníslensku tímatali. Samkvæmt gömlum heimildum var sú hefð meðal almennings að húsfreyjan færi út kvöldið áður og byði þorrann velkominn og inn í bæ, líkt og um tiginn gest væri að ræða.
Meira

FNV og Háskólinn í Reykjavík hefja samstarf

Kennarar og nemendur í áfanga um tölvuleiki og sýndarveruleika,TÖLE2IG05, eiga nú í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið Myrkur Software. Samstarfið felst m.a. í aðgangi að verkefnum frá HR.
Meira

Úr vörn í sókn

Í upphafi nýs árs óska ég íbúum á Norðurlandi vestra heilla með þeirri von að árið 2017 verði okkur öllum heilladrjúgt.
Meira

Fjölbreytt starfsemi Farskólans í föstudagsþættinum á N4

Í föstudagsþættinum á N4 síðastliðinn föstudag var rætt við Bryndísi Kristínu Þráinsdóttur forstöðumann Farskólans. Þar segir Bryndís frá því fjölbreytta námi sem í boði er á vegum Farskólans. Þar er mikið að gera um þessar mundir, fjöldi námskeiða í gangi og má m.a. nefna fiskvinnslunámskeið, íslenskunámskeið, nám í svæðisleiðsögn sem er að hefjast um þessar mundir og ýmis konar tómstundanámskeið.
Meira

Safn bóka eða menningarhús? Nokkuð orð um hlutverk og starfsemi bókasafna

Síðastliðinn föstudag var ég á SSNV ráðstefnu sem haldinn var á Laugarbakka, en þar voru m.a. kynntar niðurstöður könnunar á viðhorfum íbúa Norðurlands vestra til ýmissa búsetuþátta. Þar á meðal voru þættir eins og gæði opinberrar þjónustu og mikilvægi umhverfis og ýmissar afþreyingar. Kynnt var hvaða málaflokkar skoruðu hæst í könnuninni, en þar voru bókasöfn með í efstu sætunum. Það vakti undrun hjá fundarmönnum. „Þetta kemur mér skemmtilega á óvart”, sagði einn ráðstefnugesta. „Ég hélt að fólk sækti sér bara upplýsingar á netinu nú í dag”. „Hefur nokkur tíma til að lesa bækur”, sagði annar.
Meira

Mótmæla hækkun raforku umfram vísitölu

Á dögunum sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum bókun á iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær hækkanir sem hafa orðið á raforku frá 2013 en sú hækkun er langt umfram hækkun á vísitölu að sögn stjórnarinnar. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ segir í bókuninni.
Meira

Málþing um riðuveiki

Annað kvöld 17. janúar klukkan 20:00 verður haldið í Miðgarði í Varmahlíð málþing um riðuveiki. Meðal fyrirlesara verða Stefanía Þorgeirsdóttir líffræðingur á Keldum, Sigrún Bjarnadóttir sérgreinadýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma auk Jóns Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis.
Meira

Arnar Freyr funheitur í landsliðinu

Stutt er á milli stórmóta hjá íslenskum íþróttamönnum en nú stendur HM í handbolta yfir í Frakklandi. Liðið er nokkuð breytt frá fyrri mótum og margir nýliðar sem fá að spreyta sig. Einn þeirra er Frammarinn, Arnar Freyr Arnarsson, en hans tenging við Norðurlandið er að hann er sonur Arnars Þórs Sævarssonar bæjarstjóra á Blönduósi.
Meira

Samstarf leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Leikskólarnir Í Húnavatnssýslum og Strandabyggð hafa verið í þróunarverkefninu Málörvun og læsi færni til framtíðar síðastliðin tvö ár. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði, Mennta- og menningamálaráðuneytið. Nú er komið að þeim tímapunkti í verkefninu að foreldrar fái fræðslu um málörvun, boðskipti og læsi.
Meira

Val á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Líkt og undanfarin ellefu ár ætlar Húnahornið að bjóða lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Vefurinn biðlar til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil.
Meira