A-Húnavatnssýsla

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla og farsældar á ári komanda með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Meira

Víkur á Skaga í fyrsta sinn með veiturafmagn

Lokið var við að tengja bæinn Víkur á Skaga við veiturafmagn í gær en þar með hefur dísilrafstöðin á bænum lokið hlutverki sínu. Lagður var háspennujarðstrengur frá Höfnum í Skagabyggð að Hrauni í Skagafirði, tæpa 15 kílómetra leið, auk ljósleiðara.
Meira

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins. Húnahornið greinir frá þessu.
Meira

Skottujól í loftið

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Vill byggja 20 íbúða fjölbýlishús á Blönduósi

Fyrirtækið Uppbygging hefur óskað eftir að fá að byggja 20 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum á Blönduósi og er áætlað að verktími standi frá vori 2017 til vors 2018.
Meira

Margir reyndu við myndagátu Feykis

Dregið hefur verið úr fjölmörgum réttum lausnum á myndagátu sem birtist í Jólablaði Feykis. Lausn gátunnar er eftirfarandi: Íslendingar fengu tvisvar tækifæri á árinu til að kjósa sér æðstu embættismenn þjóðarinnar, forseta og þingmenn/alþingismenn.
Meira

Hefur styrkt menningarmál í héraði í hálfa öld

Menningarstyrkir KS voru afhentir á mánudaginn var. Í máli Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kom fram að sjóðurinn hefði í hálfa öld styrkt menningarmál í héraði og hlypu upphæðir styrkja á hundruðum milljóna á núvirði. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem fara til íþróttamála. Þórólfur sagði ánægjulegt fyrir kaupfélagið að geta stutt við hið blómlega menningarlíf sem dafnar í héraðinu. Alls voru veittir 26 styrkir til ýmissa kóra, félagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem á einn eða annan hátt leggja eitthvað til menningarmála á svæðinu. Eftirtaldir hlutu styrki:
Meira

Mestu atvinnutekjur á Norðurlandi vestra árið 2015 komu úr opinberri stjórnsýslu

Verulegur samdráttur varð á Norðurlandi vestra í atvinnutekjum bæði í Húnavatnssýslum og í Skagafirði samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum. Í skýrslunni er gefin mynd af þróun atvinnutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. Atvinnutekjur á Norðurlandi vestra námu tæpum 18,4 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu dregist saman um 260 milljónir að raunvirði frá árinu 2008 eða um 1,4%. Í Húnavatnssýslum drógust atvinnutekjur saman um 3,0% og íbúum fækkaði um rúmlega 200 eða 6,6%, mest í Húnaþingi vestra og á Skagaströnd. Í Skagafirði drógust atvinnutekjur saman um 0,4% og íbúum fækkaði um ríflega 130 eða 3,3%.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Í dag, 21. desember eru sólhvörf að vetrarlagi eða vetrarsólstöður, en þá er sólargangur stystur á himni. Vísar orðið sólstöður til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Þessi árstími er heiðnum mönnum hátíðlegur ekki síður en þeim kristnu en því er fagnað að sólin fer hækkandi á lofti. Þá eru haldin jólablót hjá goðum ásatrúarmanna og blótað til heilla Freys, árs og friðar.
Meira

Sjómenn í verkfalli fram á nýtt ár

Sjómannaverkfall sem hófst þann 14. desember sl. stendur enn yfir og ljóst að staðan er snúin. Fréttir herma að nokkur spölur sé í land hvað samninga snertir en sjómenn vilja ekki þann samning sem lagður hefur verið fram. Fundað var í morgun á milli deiluaðila sem stóð stutt yfir en boðað hefur verið til nýs fundar eftir áramót.
Meira