feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.12.2016
kl. 15.28
Verulegur samdráttur varð á Norðurlandi vestra í atvinnutekjum bæði í Húnavatnssýslum og í Skagafirði samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum. Í skýrslunni er gefin mynd af þróun atvinnutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. Atvinnutekjur á Norðurlandi vestra námu tæpum 18,4 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu dregist saman um 260 milljónir að raunvirði frá árinu 2008 eða um 1,4%. Í Húnavatnssýslum drógust atvinnutekjur saman um 3,0% og íbúum fækkaði um rúmlega 200 eða 6,6%, mest í Húnaþingi vestra og á Skagaströnd. Í Skagafirði drógust atvinnutekjur saman um 0,4% og íbúum fækkaði um ríflega 130 eða 3,3%.
Meira