A-Húnavatnssýsla

Átta sóttu um Fab Lab stöðuna

Fyrir nokkru var auglýst laust starf verkefnastjóra við Fab Lab smiðjuna á Sauðárkróki og sóttu átta manns um stöðuna. Að sögn Hildar Sifjar Arnardóttur upplýsingafulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður fljótlega gengið frá ráðningu.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira

Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var undirrituð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á eflingu velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfa og að stöðugleiki í efnahagslífinu verði festur í sessi til hagsbóta fyrir samfélagið allt eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum þremur.
Meira

Hafdís HU 85 sökk í Skagastrandarhöfn

Báturinn Hafdís HU 85, sem er 10 tonna bátur með heimahöfn á Blönduósi, sökk í Skagastrandarhöfn. Þegar Feykir hafði samband við Þóreyju Jónsdóttur hafnarvörð fyrir um fjögur leytið í dag sagðist hún hafa lesið um atvikið á vef Morgunblaðsins og sér væri ekki kunnugt um af hverju báturinn sökk. Henni var ekki kunnugt um hvort báturinn hefði sokkið í nótt eða í dag.
Meira

Málþing um Harald Bessason á 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri

Formleg afmælisdagskrá Háskólans á Akureyri hefst föstudaginn 13. janúar með málþingi sem nefnist Haraldur Bessason og mótunarárin. Erindi verða flutt um Harald Bessason sem fræðimann og kennara, svo og fyrstu ár skólans út frá sjónarhóli starfsmanns og nemanda, auk þess sem rektor skólans mun fjalla um framtíðarsýnina.
Meira

Jólin kvödd á Barnabóli

Á föstudaginn kvöddu börn og starfsfólk á Barnabóli jólin og héldu þrettándann hátíðlegan. Foreldrar komu og borðuðu piparkökur og drukku heitt súkkulaði með börnum sínum í kring um varðeld og fengu að heyra fallegan söng
Meira

Húsið Tilraun jólahús ársins á Blönduósi

Á síðasta degi jóla tilkynnti vefurinn Húnahornið um val lesenda á Jólahúsi ársins 2016 á Blönduósi. Flestir sem tóku þátt í jólaleiknum völdu Aðalgötu 10 – Tilraun. Húsið, sem er fallega skreytt jólaljósum í látlausum en smekklegum stíl, stendur í gamla bænum, sunnanmegin við gömlu kirkjuna undir brekkunni við Aðalgötu og er í eigu Bjarna Pálssonar og Huldu Leifsdóttur. Að þessu sinnu fengu frekar fá hús tilnefningar en þeirra á meðal má nefna Brekkubyggð 17 og 24, Húnabraut 10 og Heiðarbraut 9.
Meira

Óvíst hvaða lægð stjórni veðrinu næstu daga

Vaxandi norðaustanátt er í kortum Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra en í nótt er gert ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á annesjum og Ströndum. Víða snjókoma, en slydda við sjóinn til morguns. Minnkandi vindur og úrkoma síðdegis á morgun. Norðaustan 8-13 og él annað kvöld, en hægari og þurrt að kalla í innsveitum.
Meira

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki eftir því sem kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Meira

Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við HA búa áfram í heimabyggð

Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við Háskólann á Akureyri búa áfram í heimabyggð fimm árum eftir brautskráningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Þóroddi Bjarnasyni, Inga Rúnari Eðvarðssyni, Ingólfi Arnarsyni, Skúla Skúlasyni og Kolbrúnu Ósk Baldursdóttur. Greinin birtist í Tímariti um uppeldi og menntun og ber heitið „Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla“.
Meira