Harmar seinkun á ljósleiðarasambandi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.01.2017
kl. 09.04
Stjórn Húnanets ehf. harmar þá seinkun sem hefur orðið á ljósleiðaravæðingu í Húnavatnshreppi. Félagið sendi frá sér tilkynningu á vef Húnavatnshrepps og þar kemur fram að margir óviðráðanlegir þættir hafi valdið þessum töfum. Er vonast til að stór hluti þeirra heimila sem nú þegar eru komin með ljósleiðara inn í hús geti tengst ljósleiðarakerinu í kringum 15.-20. febrúar nk.
Meira