A-Húnavatnssýsla

Harmar seinkun á ljósleiðarasambandi

Stjórn Húnanets ehf. harmar þá seinkun sem hefur orðið á ljósleiðaravæðingu í Húnavatnshreppi. Félagið sendi frá sér tilkynningu á vef Húnavatnshrepps og þar kemur fram að margir óviðráðanlegir þættir hafi valdið þessum töfum. Er vonast til að stór hluti þeirra heimila sem nú þegar eru komin með ljósleiðara inn í hús geti tengst ljósleiðarakerinu í kringum 15.-20. febrúar nk.
Meira

Viðskiptaráð leggur til sölu á kirkjum

Viðskiptaráð Íslands hefur lagt til að ríkissjóður losi um eignarhald sitt að þeim 22 kirkjum sem eru í ríkiseigu. Þeirra á meðal eru Barðskirkja í Fljótum, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Hóladómkirkja, Auðkúlukirkja í Húnavatnshreppi og Kirkjuhvammskirkja við Hvammstanga.
Meira

Ætla að veita afslátt af gatnagerðargjöldum

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að auglýsa sérstaklega byggingarlóðir við þegar tilbúnar götur þannig að veittur verði afsláttur allra gatnagerðagjalda vegna bygginga á lóðunum. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að eftirfarandi ákvæði gildi um úthlutun allt að fjögurra íbúðarhúsalóða sem afslátturinn muni ná til.
Meira

Vilko og Prima flytja í mjólkurstöðina

Fyrirtækið Vilko á Blönduósi hefur flutt starfsemi sína í húsnæði að Húnabraut 33 á Blönduósi, sem áður hýsti mjólkurstöðina. Sagt er frá þessu á Húnahorninu og þar kemur fram að búið sé að hreinsa allt út úr því húsnæði sem minnti á mjólk og mjólkurframleiðslu.
Meira

Formaður Dögunar í útgerð

Happafleyið Leiftur SK 136 frá Sauðárkróki hefur fengið nýja eigendur þar sem Jón Gísli Jóhannesson sjómaður á Hofsósi og Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra og formaður Dögunar hafa keypt það af Ragnari Sighvats útgerðamanni á Króknum.
Meira

Sálfræði- og geðhjálp á netinu

Tölum saman, er nýtt úrræði á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og Dags Bjarnasonar geðlæknis sem miðar að því að auka aðgengi almennings, þá sérstaklega fólks á landsbyggðinni, að gagnreyndri sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Um er að ræða fjarþjónustu þar sem viðtal við sálfræðinginn fer fram með öruggum hætti í gegnum myndfundi á internetinu með forritinu Kara connect. Að sögn Dags hentar þessi þjónusta einstaklega vel þeim sem hafa ekki tök á, eða kjósa ekki, að nota hefðbundna sálfræðiþjónustu þar sem þarf að ,,heimsækja“ sálfræðinginn.
Meira

Ellefu „framúrskarandi fyrirtæki“ á Norðurlandi vestra

Í fyrradag var formlega tilkynnt hvaða fyrirtæki hefðu komist á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2016. Ellefu fyrirtæki á Norðurlandi vestra komust á listann sem í allt telur 642 fyrirtæki eða 1,7% fyrirtækja í landinu sem uppfylltu skilyrði til viðurkenningar.
Meira

Þorrablót á svæðinu skipta tugum

Það hefur vart farið framhjá neinum að þorrinn er genginn í garð. Þorrablótin sem haldin eru á Norðurlandi vestra skipta einhverjum tugum, auk þess sem átthagafélög syðra halda sum hver þorrablót fyrir brottflutta.
Meira

Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót, viðburður á vegum Markaðsstofa landshlutunna,var haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudaginn var. Um þrjátíu ferðaþjónustufyrirtæki af Norðurlandi vestra mættu þangað og kynntu starfsemi sína. Var þetta í fjórða sinn sem sýningin var haldin og hafa gestir aldrei verið fleiri.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar um helgina

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. nk. en þá munu áhugasamir þátttakendur fylgjast með garði í einn klukkutíma. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að talningin miði við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Meira