A-Húnavatnssýsla

Ingimundur og Valgerður á Þingeyrum hlutu Landgræðsluverðlaunin

Í gær voru Landgræðsluverðlaunin 2016 afhent í Sagnagarði í Gunnarsholti og er það í 26. sinn sem Landgræðsla ríkisins þau eru veitt. Verðlaunahafar að þessu sinni voru annars vegar hjónin Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir á Þingeyrum og hins vegar Landgræðslufélag Hrunamanna.
Meira

Breyting á aðalskipulagi vegna Skotfélagsins Markviss

Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar hefur samþykkt endurskoðaða aðalskipulagstillögu er varðar æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss og verður hún send Skipulagsstofnun til áframhaldandi meðferðar.
Meira

Aðventuhátíð á Blönduósi

Aðventuhátíð verður haldin í Blönduósskirkju fyrir allar sóknir Þingeyraklaustursprestakalls næstkomandi sunnudag, sem er sá annar í aðventu. Athöfnin hefst klukkan 16:00 og er lofað glæsilegri dagskrá í tali og tónum.
Meira

Jónína Guðrún 100 ára

Sagt er frá því á vefsíðu Skagastrandar að Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum, nú búsett á Skagaströnd, hafi orðið 100 ára í gær, 29. nóvember.
Meira

Hugguleg stemning á stofutónleikum

Hjónin Hjalti Jónsson frá Blönduósi og Lára Sóley Jóhannsdóttir héldu stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á sunnudaginn var. Að sögn Láru Sóleyjar tókust tónleikarnir „ljómandi vel.“
Meira

Starfsemi fjölritunarstofunnar Grettis hætt um áramótin

Sagt er frá því á Húnahorninu að starfsemi Fjölritunarstofunnar Grettir sf. á Blönduósi verði hætt um áramót. Þar með verður útgáfu á auglýsinga- og sjónvarpsdagskránni Glugganum hætt, sem og annarri starsemi fyrirtækisins í núverandi mynd.
Meira

Enginn grunnskólakennari sagt upp vegna kjaradeilu á Norðurlandi vestra

Í gær undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning. Samningurinn tekur gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017 og fer nú í kynningu meðal grunnskólakennara og sveitarstjórnarmanna. Samkvæmt heimasíðu KÍ mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn liggja fyrir mánudaginn 12. desember.
Meira

Svipað og málning sem ekki þornar

Vegagerðin varaði við blæðandi slitlagi á köflum á þjóðvegi 1 á veginum um Holtavörðuheiði, úr Borgarfirði og ofan í Hrútafjörð um síðustu helgi. Lentu menn í verulegum óþægindum vegna þessa. Hjá Vörumiðlun var það að frétta að einn flutningabíll hefði lent í þessum óskunda undir miðnættið á föstudagskvöld.
Meira

Ljón norðursins, kynlíf fornsagna og fleira spennandi

Í Bókakaffi Bjarna Harðarsonar á Selfossi mun Bjarki Bjarnason rithöfundur kynna bók sína Ljón norðursins sem kom út um liðna helgi. Höfundur byggir bókina upp á viðtölum sem hann tók við Leó Árnason byggingameistara frá Víkum á Skaga.
Meira

Að vera barn

Síðastliðin ár hef ég verið svo heppin að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með börnum á fjölbreyttum vettvangi. Ég hef þjálfað börn á aldrinum 3-15 ára í íshokkí, séð um styrktarþjálfun hjá sama aldri, auk þess hef ég tekið að mér að þjálfa fötluð börn í sundi. Í dag er ég í fullu starfi sem íþróttafræðingur á leikskólanum Holtakot á Álftanesi. Þar sé ég um íþróttir og sundkennslu nemenda. Þessi fjölbreytilegi starfsvettvangur hefur oft fengið mig til að leita svara við einni spurningu; „Hvað er að vera barn?“
Meira