A-Húnavatnssýsla

Undir álögum álfa og villtrar náttúru

Þýska sjónvarpsstöðin Bayerischer Rundfunk kom til Íslands um miðjan nóvember og eyddi nokkrum dögum í Skagafirði og Austur-Húavatnssýslu. Villt náttúran og sagan er það sem heillar, hross, kindur, hundar og álfar. Meðal þeirra sem koma fram í þættinum er Hlín C. Mainka í Ásgarði í Skagafirði og Karólína í Hvammshlíð en einnig er komið við á Hegrabjargi í Hegranesi sem og á Stafni í Svartárdal.
Meira

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

Á mánudagskvöldið verður haldið Jólabókakvöld í Bjarmanesi á Skagaströnd, á vegum Gleðibankans. Þar munu heimamenn lesa úr ýmsum bókum, sem flestar hafa komið út fyrir þessi jól. Einnig býður Bjarmanes kakó, kaffi og vöfflur til sölu.
Meira

Útskrift Marel fiskvinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands

Á þriðjudaginn, þann 6. desember útskrifaðist annar árgangur Marel vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands. Þetta nám er tilsniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem sífellt verður tæknivæddari með áherslu á framleiðslugæði og hámarksnýtingu hráefnis. Mikill skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekkingu í fiskiðnaði og svarar þetta nám kalli iðnaðarins.
Meira

Jólahúnar komu tónleikagestum í jólaskap

Á Húnahorninu er haft eftir Jólahúnum að tónleikarnir hafi allstaðar gengið vel og viðtökur verið afskaplega góðar. Til marks um ánægju tónleikagesti hafi þeir fengið óspart hrós og hamingjuóskir og eru þeir mjög þakklátir fyrir það. Aðsókn var með ágætum og má nefna að um 180 tónleikagestir mættu á tvenna tónleika á Laugarbakka.
Meira

„Berlín var draumaborg okkar beggja“

Erla María Lárusdóttir ólst upp í sjávarþorpinu Skagaströnd en býr ný í milljónaborginni Berlín. Hún féll fyrir borginni eftir stutta dvöl þar á interrail ferðalagi um Evrópu og lét sig dreyma um að búa þar en lét ekki verða af því fyrr en fjórtán árum síðar. Nú hefur hún búið í Berlín í tvö ár, ásamt unnusta sínum, Grétari Amazeen. Hún er við nám í innanhúsarkítektúr og tekur að sér leiðsögn um borgina á vegum Berlínanna.
Meira

Leitin að engli dauðans komin út

Út er komin bókin Leitin að engli dauðans eftir Húnvetninginn Jóhann Fönix Arinbjarnarson. Sagan gerist í framtíðinni og fjallar um veröld sem alveg eins gæti orðið að veruleika. Útgáfan túrí ehf. á Laugarbakka sér um dreifingu.
Meira

Lagt til að sveitarfélögum verið fækkað úr 74 í níu

Í nýrri skýrslu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Lagt er til að Norðurland vestra, frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri, verði eitt sveitarfélag. Vísir.is greindi frá þessu í dag.
Meira

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu 50 ára

Í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasafns Austur-Húnavatnssýslu, mánudaginn 5. desember 2016, verður opið hús frá kl. 15-17 í húsnæði safnsins. Boðið verður upp á ljósmyndasýningu og skoðun á safninu. Kaffi og meðlæti og lifandi tónlist. Allir eru velkomnir.
Meira

Keypti 600 hektara eyðijörð

Karólína í Hvammshlíð varð til þegar hin þýsk-ættaða Caroline Kerstin Mende festi kaup á eyðijörðinni Hvammshlíð á síðasta ári og breytti nafni sínu á Fésbókinni til samræmis við ný heimkynni. Aðkoma að bænum er frá Þverárfjallsvegi þar sem hann hæst stendur og skaflar loka fyrir umferð þegar þannig háttar veðri. Þegar blaðamaður Feykis fór þar um eitt sinn velti hann vöngum yfir því hvernig það væri að búa á slíkum stað, hvort ekki væri veður ill á vetrum með ófærð og tilheyrandi einangrun. Til að komast að því heimsótti hann húsfrúna einn dumbungsdag í nóvember, fékk kaffi og spurði hana út í hennar hugarefni.
Meira

Söfnun til styrktar Guðnýju Ragnarsdóttur stendur til 5. desember

Vinkonur Guðnýjar Ragnarsdóttur hafa síðan í vor staðið fyrir söfnun til styrktar Guðnýju Ragnarsdóttur og fjölskyldu hennar en Guðný berst við illkynja eitlakrabbamein. Söfnuninni lýkur á mánudaginn.
Meira