A-Húnavatnssýsla

Gæsin Blanda skilaði sér til Skotlands

Á vefnum Húnahornið hefur að undanförnu verið fylgst með afdrifum gæsarinnar Blöndu, sem merkt var á Blönduósi í sumar og fékk gervihnattasendi. Hafði Jón Sigurðsson óttast að einhver ólánssamur veiðimaður hefði slysast til að skjóta hana.
Meira

Hækkunum hafnað af Blönduósbæ

Byggðaráð Blönduósbæjar fjallaði fundi í síðustu viku um hækkun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum, sem er tilkomin vegna ákvörðunar kjararáðs þann 29. október síðastliðinn um hækkun þingfararkaups um 44%.
Meira

Roam Like Home í Skandinavíu og ótakmörkuð símtöl til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada

Íslenska fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „Roam Like Home“ í Skandinavíu og ótakmörkuð símtöl til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada frá og með deginum í dag.
Meira

Vonskuveður olli vandræðum

Á föstudaginn var greint frá því á vef Húnahornsins að veturinn væri mættur í Húnavatnssýslur og líklega kominn til að vera. Þar var, eins og víða annars staðar, vonskuveður á fimmtudaginn og einnig á föstudag.
Meira

Samgöngumál fyrirferðarmikil

Samgöngumál voru sem fyrr fyrirferðarmikil í umræðunni á ársþingi SSNV sem haldið var í október. Var ályktað um vegasamgöngur, almenningssamgöngur og netsamgöngur á þinginu.
Meira

Ást, afbrýði, ágirnd

Ástin leiðir fólk oft til ótrúlegra afreka en svo getur hún leitt fólk í ógöngur. Þegar svo afbrýði og ágirnd spilar inn í sömu sögu getur það leitt fólk til að fremja óhæfuverk. Þegar þetta kemur allt saman og kristallast í einni sögu geta afleiðingarnar orðið svo magnaðar að sagan lifir með þjóðinni og hægt er að segja söguna út frá mörgum sjónarhornum. Í mínum huga er ekki vafi að samspil þessara þátta var orsök ágæfuverkanna á Illugastöðum, þá Natan Ketilsson var myrtur, sem síðan leiddi til aftökunnar á Þrístöpum 1830.
Meira

Rocky Horror frumsýnt í kvöld

Það fer mikið fyrir kynþokka og skrautlegum, djörfum klæðnaði í sýningu nemenda FNV um hinn mjög svo ófullkomna Rocky sem Dr. Frank N Furter reynir að fullgera. Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa undanfarnar vikur æft af krafti söngleikinn Rocky Horror sem frumsýndur verður í kvöld, miðvikudag, í Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og aðstoðarleikstjóri er Heiða Jonna Frðfinnsdóttir.
Meira

Slitnaði upp úr stjórnarviðræðum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir að fundir flokkanna að undanförnu hafi leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum.
Meira

Blóðskimun til bjargar

Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skráði sig til þátttöku.
Meira

Bingó í kvöld

Ferðastúdentar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða með Bingó í kvöld í sal bóknámshússins á Sauðárkróki. Spjaldið kostar 500,- krónur og hefst kúludrátturinn kl 20:00.
Meira