A-Húnavatnssýsla

Stórhríð í spánum

Veðurstofa Ísland hefur gefið út stormviðvörun en strekkings suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum er væntanleg sunnan og vestanlands í dag. Bjart verður NA-til en einhver rigning verður um tíma S- og V-lands seint í kvöld.
Meira

Rocky Horror í Bifröst

Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa undanfarnar vikur æft af krafti söngleikinn Rocky Horror sem frumsýndur verður miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 20:00. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir og aðstoðarleikstjóri er Heiða Jonna.
Meira

Bílastæðamálum og ástandi gagnstétta ábótavant

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá foreldrafélagið Leikskólans Barnabæjar varðandi bílastæðamál við leikskólann. Fram kom að foreldrafélagið hefði miklar áhyggjur af bílastæðamálum og færi þess að leit að þau yrðu skoðuð.
Meira

Ályktað um opinbera þjónustu

Á ársþingi SSNV sem var haldið í október sl. var lög fram ályktun um opinbera þjónustu í landhlutanum. Var þess meðal annars krafist að þeir sem þurfa að sækja þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð fengju það að einhverju móti bætt.
Meira

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 15%

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað alls 11.257 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en ráðstöfunin byggir á þingsályktun 38/145, 2015-2016. Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 733 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 5.634 tonn fiskveiðiárið 2016/2017. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hefur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð.
Meira

Sjónhornið í Húnavatnssýslurnar

Frá og með þessari viku mun Sjónhornið, sem hingað til hefur verið ómissandi auglýsingamiðill í Skagafirði, verða einnig borið út á öll heimili í Húnavatnssýslum.
Meira

Elínborgardagur haldinn hátíðlegur í gær

Árlegur Elínborgardagur Höfðaskóla á Skagaströnd var haldinn hátíðlegur í gær. Dagurinn er haldinn í tilefni Dags íslenskrar tungu sem er 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar og haldinn hefur verið hátíðlegur í skólum landsins frá árinu 1996.
Meira

Viðhorf til iðnaðaruppbyggingar við Hafursstaði kannað

Á ársþingi SSNV í lok október kom fram í ræðu framkvæmdastjóra samtakanna að samþykkt hefði verið að framkvæma íbúakönnun á starfssvæði samtakanna. Í könnuninni var spurt um ýmsa búsetuþætti á svæðinu. Einnig var spurt um viðhorf til iðnaðaruppbyggingar við Hafursstaði. Fram kom að verið væri að vinna úr svörum við könnunni og niðurstöður hennar yrðu kynntar fljótlega.
Meira

„Þessi mynd er bara brot af risastórri aðgerð“

Fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga tók þátt í leit að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi, sem voru hætt komnar við erfiðar aðstæður þar um helgina. Gríðarlegt vatnsveður skall á, með miklu roki, og höfðust skytturnar við undir stórum steini aðfararnótt sunnudagsins.
Meira

Kennarar á Skagaströnd óánægðir

Í dag afhentu kennarar á Skagaströnd Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra undirskriftir 3142 kennara á landinu, þar sem þeir fara fram á kjarabætur og bætt starfsskilyrði. Samskonar listar hafa verið afhentir víða um land í gær og dag. Eins var yfirlýsing frá KSNV afhent, þar sem lýst er þungum áhyggjum af skólamálum á landinu.
Meira