A-Húnavatnssýsla

„Vildi hafa læknana með því annars breytist ekki neitt“

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti í Skagafirði greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og hefur hann barist af krafti við það síðan með hjálp eiginkonu sinnar, Ásu Sigurrósu Jakobsdóttur. Hann hefur einnig þurft að berjast við kerfið því læknar vildu ekki senda Pálma í meðferð í Þýskalandi er kallast Proton geislameðferð. Blaðamaður Feykis sótti hjónin heim í Garðakot, í þann mund sem þau afhentu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar peningagjöf í nýstofnaðan utanfararsjóð félagsins, og tók þau tali.
Meira

„Viðtökurnar hafa verið alveg framúrskarandi“

Þann 14. júní sl. voru 15 ár liðin frá því fyrsta fréttin var birt á vefmiðlinum Húnahornið, eða Húni.is. Óslitið síðan hafa verið sagðar fréttir af mannlífi, atvinnulífi, framkvæmdum og framförum í héraðinu, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Húnavatnssýslu sérstaka að lifa og starfa í eða heimsækja sem ferðamaður. „Það hefur ýmislegt gengið á sl. 15 ár en ekkert svo stórt að það hafi haft áhrif á vinnuna við vefinn. Vissulega höfum við rætt það nokkrum sinnum hvort að komið væri nóg, hvort að þörfin væri fyrir hendi o.s.frv. en á meðan okkur finnst þetta svona skemmtilegt og við höfum tíma, þá höldum við áfram,“ sagði Ragnar Z, Guðjónsson, ábyrgðar- og fyrirsvarsmaður Húnahornsins, í samtali við Feyki.
Meira

Svipmyndir frá lokadegi Landsmót hestamanna á Hólum

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er lokið og hversdagslífið tekið við hjá hestamönnum. Veðrið var með besta móti fyrir hestana þó gestir á mótinu hafi á tímum þurft að setja upp húfur.
Meira

Víkingaklappið tekið á Landsmóti hestamanna - Áfram Ísland!

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er að renna sitt skeið. Hér er kveðja frá landsmótinu til íslenska landsliðsins. Það er Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona sem á heiðurinn af myndbandinu.
Meira

Eyrún Ýr fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við landsmótsgesti í gær en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing.
Meira

Nagli og Sigurbjörn upp í A-úrslit

Nagli frá Flagbjarnarholti, setinn af Sigurbirni Bárðarsyni, sigraði í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á LM2016 á Hólum. Hann hlaut einkunnina 8,77 og tekur því þátt í A-úrslitum á morgun.
Meira

Árni og Stormur sigra í tölti annað árið í röð

Árni Björn á Stormi frá Herríðarhóli sigrarði Landsmótstöltið á LM2016 á Hólum í kvöld. Sigur þeirra var nokkuð öruggur og hlutu þeir 9,22 í aðaleinkunn. Annar varð Jakob Svavar á Gloríu með 8,89 og þriðji Bergur á Kötlu með 8,78.
Meira

Heimsmet sett í 250 metra skeiði

Á vef Landsmóts hestamanna segir að Bjarni Bjarnason hafi sett nýtt heimsmet í 250m skeiði LM 2016 á Hólum. Hann fór sprettinn á 21,41 sekúndum á Heru frá Þóroddsstöðum, en fyrra heimsmet var 21,49 sekúndur.
Meira

Yfirlitssýningum stóðhesta lauk í dag

Talsverðar breytingar urðu á dómum efstu stóðhesta á LM2016 á yfirliti sem lauk á Hólum í dag. Í flokki 7 vetra og eldri hækkaði Ölnir frá Akranesi, sýndur af Daníel Jónssyni, fyrir tölt og fet um hálfan og náði þar með efsta sætinu. Í öðru sæti með 8,79 í aðaleinkunn var Kolskeggur frá Kjarnholtum, sýnandi Gísli Gíslason og í þriðja sæti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II með 8,76, sýnandi Árni Björn Pálsson.
Meira

Niðurstöður úr B-úrslitum í B-flokki

Ævar Örn Guðjónsson og Vökull frá Efri-Brú mæta í A úrslit í B flokki en þeir sigruðu b úrslitin. Það leit allt út fyrir að Sigurður Sigurðarson og Blæja frá Lýtingsstöðum væru að leið í A úrslitin en þeim var vísað úr keppni eftir að kom í ljós að hún hafði hlotið áverka á fæti.
Meira