A-Húnavatnssýsla

Sjötíuþúsund Frakkar áttu ekki roð í hvatningarhróp okkar Íslendinga

Evrópumeistaramótið í knattspyrnu lauk um helgina þegar Portúgalir hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn. Frakkar þóttu sigurstranglegir fyrir leik og komu úrslitin mörgum á óvart, enda áttu þeir talsvert betri leik gegn Íslandi en Portúgalar. Þóra Kristín Þórarinsdóttir var stödd á á leik Íslands og Frakklands þann 3. júlí og segir stemninguna í áhorfendapöllunum hafa verið magnaða þrátt fyrir mótbyr í fyrri hálfleik.
Meira

Píratar auglýsa eftir frambjóðendum

Á Húnahorninu kemur fram að Píratar kalli nú eftir framboðum fyrir næstu Alþingiskosningar í öllum kjördæmum nema í Norðausturkjördæmi þar sem prófkjöri er lokið og listi hefur verið samþykktur.
Meira

Arnar Geir setti vallarmet á Meistaramóti GSS

Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. Keppt var í fjölmörgum flokkum og var ljómandi góð þátttaka og stemmingin mjög góð.
Meira

Laxanet gerð upptæk

Lögreglan á Norðurlandi vestra aðstoðaði eftirlitsmann frá Fiskistofu í síðustu viku við að gera upptæk laxanet. Hafði eftirlitsmaðurinn orðið var við að búið var að leggja netin við þéttbýliskjarna í umdæmi lögreglunnar. Hald var lagt á netinu og viðurkenndi eigandi þeirra brot sitt, eins og sagt er frá á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til kjördæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, þ.e. í Menntaskólanum í Borgarbyggð, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi.
Meira

Dagskrá tilbúin fyrir Húnavöku 2016

Dagana 14. – 17. júlí verður Húnavaka haldin á Blönduósi en um er að ræða bæjar og fjöldkylduhátíð Austur-Húnvetninga. Kemur þetta fram á Húnahorninu.
Meira

Vinnuslys við löndun á Skagaströnd

Maður­ sem slasaðist við lönd­un á Skaga­strönd í gær og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­hús. Samkvæmt mbl.is er maðurinn ekki á gjörgæslu en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.
Meira

Rúmar sjö milljónir í styrk til góðra málefna

Hinn árlegi styrkur Hrossaræktar ehf. til góðgerðarmála var afhentur formlega á landsmóti hestamanna á Hólum sl. laugardag. Söfnunin hófst að venju á Stóðhestaveislunni í apríl sl. þar sem miðasala í árlegu stóðhestahappdrætti fór af stað. Þar barst að auki góður liðsstyrkur frá velgjörðarsjóðnum Aurora sem lagði til rausnarlegt framlag í minningu Einars Öders Magnússonar hestamanns.
Meira

Kynning á Bogfimi á Hvammstanga í dag

Samkvæmt frétta á nordanatt.is Í dag, fimmtudaginn 7. júlí verður kynning á bogfimi haldin í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Verður kynningin í boði USVH og Umf. Kormáks og hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 16
Meira

Ferðamaður lést við veiðar í Blöndu

Níræður ferðamaður frá Spáni lést seinnipartinn þann 5. júlí þar sem hann var við veiðar í Blöndu ásamt þremur samlöndum sínum. Dánarorsök er hjartastopp.
Meira