Greinar

Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna

Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum.
Meira

Hlátrasköll í Höfðaborg :: Leikhúsupplifun

Það ríkti verðskulduð eftirvænting í loftinu þegar Hofsósingar og nærsveitungar brugðu sér í félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi á laugardaginn. Óhætt er að segja að það hafi verið fullt út úr dyrum. Höfðu einhverjir á orði að þetta væri bara eins og í miðbæ Reykjavíkur. Aftur var húsfyllir seinna um kvöldið og ekki síður góðar undirtektir þar. Enda kominn tími til að sýna sig og sjá aðra og hlæja svolítið hressileg eina kvöldstund.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur að viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur.
Meira

Hjartað slær í Skagafirði :: Áskorandinn Vilhjálmur Árnason brottfluttur Skagfirðingur

Skagafjörðurinn skipar stóran sess í hjarta mínu, en það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki heim. Þegar ég fékk áskorunina um að skrifa þennan pistil frá Páli Jens vini mínum fann ég mig knúinn til að koma á blað því sem Skagafjörður hefur gert fyrir mig og hvernig sá staður hefur mótað mig sem einstakling.
Meira

Skagfirðingarnir í HA eru öflugir þátttakendur í háskólasamfélaginu

Við Háskólann á Akureyri er öflugt félagslíf og sterkt námssamfélag. Stúdentafélag háskólans, SHA, er félag allra innritaðra stúdenta við háskólann. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Stúdentaráð SHA er það ráð sem sér fyrst og fremst um hagsmunagæslu stúdenta. Þar eiga sæti 16 stúdentar, af þeim eru sex Skagfirðingar sem sinna ólíkum hlutverkum innan félagsins og ráðsins.
Meira

Til fjalla ræður vatnahalli merkjum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Aðalmeðferð vegna þjóðlendukrafna ríkisins á hendur landeigendum í Ísafjarðasýslum fór fram í fimm málum 4. og 5. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á þriðjudeginum 4. október fórum fram skýrslutökur og málflutningur í málum nr. 1–3/2021, sem er í máli nr. 1; fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar, máli nr. 2; fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, og máli nr. 3; fjallendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals. Á miðvikudeginum 5. október var aðalmeðferð í máli nr. 4; fjalllendi milli Önundar-, Súganda-, Skutuls- og Álftafjarða auk Stigahlíðar og Hestfjalls, og máli nr. 5; fjalllendi við Glámu auk almenninga við Hestfjörð, Skötufjörð og Ísafjörð. Samtals eru átta mál til meðferðar í Ísafjarðarsýslum.
Meira

Um Riishús á Borðeyri, endurbyggingu þess, sögu og starfsemi :: Áskorandapenninn Kristín Árnadóttir

Þegar þessi orð eru skrifuð skartar Hrútafjörðurinn sínu fegursta, spegilsléttur og bjartur og húsin á tanganum kúra í sólskininu, flest frá fyrri hluta síðustu aldar. Eitt þeirra sker sig þó úr; elsta húsið við Húnaflóa og jafnframt með þeim fallegri; Riishúsið á Borðeyri, byggt 1862.
Meira

Valin í U-15 landsliðið í fótbolta :: Íþróttagarpur Elísa Bríet Björnsdóttir Skagaströnd

Elísa Bríet Björnsdóttir er 14 ára gömul og býr á Skagaströnd. Hún hefur gert það gott í fótboltanum og á dögunum sagði Feykir frá því að hún hafi verið valin í U15 landsliðshóp Íslands. Elísa Bríet hefur æft fótbolta síðan hún var fimm ára gömul og lék með Kormáki/Hvöt/Fram þangað til í fyrra þegar hún söðlaði um og skipti yfir í Tindastól.
Meira

Maður varð að manni :: Áskorendapenni Páll Jens Reynisson - Vest- og Skagfirðingur

Ég fór með Siva bróður í Fjölbrautarskólaskóla Norðurlands vestra (FNV) haustið 1999. Maður hafði ekki miklar væntingar í tilverunni og ég nennti ekki að læra! En þegar ég útskrifaðist haustið 2002 höfðu draumar kviknað í Skagafirði sem eru enn að rætast. Eins og Jón Marz sagði: ,,Maður varð að manni“.
Meira