Af tveimur skáldum | Ragnar Þór Pétursson kennari skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
12.07.2024
kl. 16.03
Það var í frosti og hríð, snemma í apríl, nokkru fyrir þarsíðustu aldamót, að séra Matthías fékkst ekki til að koma í kvöldmat á heimili sínu á Akureyri. Sem var óvenjulegt. Matthíasi lét sig yfirleitt ekki vanta við máltíðir (eins og sást á honum). Þar að auki átti yngsti sonur hans afmæli þennan dag. Eftir árangurslausa tilraun til að fá karlinn til að líta upp af skrifborðinu ákvað eiginkona hans að hún og börnin myndu borða ein. Og það gerðu þau. Alllöngu seinna birtist Matthías loks í dagstofunni, skælbrosandi, rjóður og reifur. Hann hafði eytt síðustu klukkutímum í glaðasólskini hugans við að yrkja það sem hann átti eftir að kalla „kvæðismynd“ um Skagafjörð.
Meira