Greinar

Áskorandapenninn - Að búa í Reykjavík

Í ár markar þau merkilegu tímamót að það eru 20 ár frá því ég flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Finnst eins og það hafi verið í gær að ég var sveittur tölvunörd spenntur að fá að taka þátt í hasarnum og gleðinni sem fylgir því að búa í Reykjavík. Í dag, 20 árum seinna, er ég ekki sveittur tölvunörd heldur miðaldra, þybbinn og sveittur tölvunörd (vildi óska þess að ég hefði farið eftir predikunum hans Árna Stef um mikilvægi hreyfingar þegar ég var í skóla).
Meira

Borðspil - 1830: Railways & Robber Barons

1830: railways & robber barons er eitt af fjölmörgum spilum í 18xx seríunni og er allajafna notað sem viðmið fyrir önnur spil í seríunni. Spilið gengur út á að græða pening, sem leikmenn gera með því að stofna (og stundum setja á hausinn) lestarfyrirtæki og senda lestir milli borga. En leikmenn þurfa líka að vera klókir á hlutabréfamarkaði spilsins.
Meira

Aðgerðir í leikskólamálum í Skagafirði

Það hefur varla farið fram hjá neinum að vöntun er á starfsfólki víða í atvinnulífinu. Skagafjörður er engin undantekning hvað það varðar. Erfiðleikar við að manna vinnustaði eins og leikskóla hefur hvað mest áhrif á atvinnulífið og veldur fjölskyldum erfiðleikum, enda erfitt að vera í óvissu um hvað tekur við að fæðingarorlofi loknu eða jafnvel hvort hægt sé að flytja í nýtt sveitarfélag.
Meira

Áskorendapenninn - Stækkandi samfélag, aukin jákvæðni og samheldni.

Ég er fædd á Sauðárkróki og átti heima mína fyrstu mánuði á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði. Á Sauðárkróki ólst ég upp og fór út til Sviss á 18. afmælisdaginn minn.
Meira

Gildi hversdagsleikans :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Þegar plága geisaði sem mest um heiminn fyrir ekki svo löngu mátti gjarnan heyra sagt að nú væru runnir upp sögulegir tímar; þessir sem lesið er um í sögubókum; sem einkennast af stríðum og hörmungum; sem Íslendingar höfðu ekki fengið að reyna um allnokkurt skeið. Þar kom að við höfum nú mörg fengið nægju okkar af sögulegum tímum.
Meira

Júdó er ekki bara fyrir stráka! :: Íþróttagarpurinn Jóhanna María Íslandsmeistari í júdó

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Varð sigurinn einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá á sínum tíma.
Meira

Saga hrossaræktar – lagaumhverfi greinarinnar :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var botninn sleginn í umfjöllun um félagskerfi hrossaræktarinnar. Í þessari grein verða gerð skil megin dráttunum í þróun lagaumhverfis hrossaræktarstarfsins í landinu. Ekki er hér um tæmandi yfirlit að ræða heldur verður stiklað á helstu vörðunum.
Meira

Bjúgu og fiskibollur :: Leiðari Feykis

Svo segir í frétt á RÚV fyrir helgi að viðbúið sé að fólk fari að leita í ódýrari matvöru, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós, vegna hækkandi verðbólgu en verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt við enn frekari verðhækkunum. Þetta eru einhver svakalegustu tíðindi sem ég hef heyrt í langan tíma.
Meira

Spyrnum við og breytum þessu

TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála. Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004.
Meira

Rugluð ráðgjöf

Allan hringinn í kringum landið erum við sjómenn að upplifa mokfiskerí bæði grunnt og djúpt og nánast á hvaða veiðarfæri sem er. Sjórinn er sem sagt kjaftfullur af fiski. Á sama tíma ákveður Hafrannsóknastofnun að skera veiðiheimildir í þorski niður um 6% til viðbótar við 13,5% niðurskurð í fyrra. Í karfa er niðurskurðurinn á milli ára hvorki meira né minna en 20% enda þótt hann mokveiðist hvar sem menn bleyta í veiðarfærum.
Meira