Greinar

Vegagerð á Reykjaströnd -Hörður Ingimarsson skrifar

Það var 27. júlí 2021 sem opnuð voru tilboð í Reykjastarandaveg númer 748 sem nær frá Þverárfjallsvegi að Fagranesánni. Samið var við Vegagerðina um verkið 25. ágúst 2021 við samstarfsaðilana Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðimelsbræður ehf. Sauðárkróki og tilboðið hljóðaði upp á 364.594.200 krónur.
Meira

Það væri gaman að sjá þig, en ekki koma samt! Leiðari Feykis

Við lifum á skrýtnum tímum og maður er stundum alveg ruglaður um það hvað má og hvað ekki og er ég þá ekki að vísa í nýtt lag sem slegið hefur í gegn á öldum ljósvakans. Ég varð bara dapur yfir þeim fréttum, sem reyndar eru ekki nýjar af nálinni, að heimsókn frá grunnskólabörnum í Laugarneskirkju verði afþökkuð á komandi aðventu. Ekki það að ég eigi einhverra hagsmuna að gæta um kirkjuheimsóknir um landið heldur hitt að mér finnst það ekki samræmast gildum samfélagsins að sá sem ekki vill þiggja boðið skemmir fyrir hinum sem vilja.
Meira

Stundum verða stökur til … :: Séra Hjálmar gefur út ljóðabók

Séra Hjálmar Jónsson þarf vart að kynna fyrir lesendum Feykis, þekktur fyrir prestsstörf og þingmennsku og ekki síst fyrir skemmtilegar og landsfrægar vísur. Margar þeirra hafa fengið vængi en nú er loksins hægt að nálgast kviðlinga Hjálmars í nýútgefinni bók sem ber nafnið Stundum verða stökur til … og er hluti af tækifærisvísu sem hann orti á góðri stund, eins og segir á bókarkápu.
Meira

Hugleiðing um skóla- og vegamál :: Áskorandapenninn Leó Örn Þorleifsson - Hvammstanga

Við sem búum á Norðurlandi vestra þekkjum það vel að stór hluti grunnskólabarna á svæðinu þarf að ferðast um langan veg daglega með skólabílum til að sækja skóla í sínu sveitarfélagi. Oft á tíðum eru þessi ferðalög um óttalegar vegleysur sem er engum bjóðandi og þá allra síst ungum börnum. Til viðbótar löngum ferðatíma og slæmum vegum bætist svo íslenska veðráttan.
Meira

Of ung til að fá bókasafnsskírteini

Ég flutti á Sauðárkrók í sumar og lagði fljótlega leið mín á bókasafn bæjarins. Með í för voru börnin tvö, eins og fjögurra ára. Eldra barnið var spennt að fá að velja sér bók en þegar kom að því að fá bókasafnsskírteini til að geta fengið hana lánaða kom babb í bátinn.
Meira

Menningarglíma eðlisfræðinema :: Áskorandinn Gunnar Sigurðsson - brottfluttur Króksari

Gunnar Þórðarson afi minn stóð vaktina í lögreglunni á Sauðárkróki með Jóni frá Fagranesi um árabil. Áratugum síðar kynntist ég Jóni Marz, afabarni hans, á skólabekk í FNV. Skemmtileg tilviljun að við höfum báðir nafnið frá öfum okkar. Ég þakka honum fyrir að draga mig út á ritvöllinn og vona að sama skapi að lesendur fyrirgefi honum.
Meira

Heilsueflandi samfélag :: Áskorendapenninn - Liljana Milenkoska Hvammstanga

Í nútímasamfélögum lifir fólk lengur á meðan hlutfall fæðinga minnkar. Það felur í sér alls konar áskoranir fyrir stjórnvöld, heilbrigðisþjónustuna og samfélagið. Að viðhalda og bæta heilsu og færni fólks á öllum æviskeiðum hefur fjölþætt gildi fyrir ríki, sveitarfélög, einstaklinga og aðra hagsmunaaðila. Til þess að viðhalda heilsu íbúa verða stjórnvöld og samfélög að velja hagkvæmar leiðir, eins og markvisst lýðheilsustarf, sem byggir á bestu þekkingu á hverjum tíma. Lýðheilsa felur í sér markvissar aðgerðir hins opinbera og annarra sem miða að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði þjóða og þjóðfélagshópa (WHO, 1998).
Meira

Hvert stefnir þjóðkirkjan? Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar

Það eru breytingar að verða í þjóðkirkjunni, sem ekki fara framhjá neinum, ekki heldur fyrrv. sveitpresti, komnum á eftirlaun, sem bregður í brún og finnst erfitt að átta sig á ýmsu, sem þar er að gerast. Stjórnsýslu kirkjunnar hefur verið skipt upp í tvö aðgreind svið, frá síðustu áramótum, sem kann að vera til bóta. Prestaköll sameinuð samkv. ákvörðunum kirkjuþings og biskupafundar
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Meira

Aldrei of seint að gefast upp :: Áskorendapenninn Viktoría Blöndal Blönduósingur

...var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ástkær vinkona mín, Anna Margrét, skoraði á mig að vera áskorendapenni í Feyki. Ég man þá tíð þegar hún skoraði á mig að drekka heila flösku af gull kampavíni í skottinu á jeppa á Skagaströnd en nú er skorað á mig til að skrifa í héraðsblaðið Feyki.
Meira