Aðsendar geinar

Saltkjöt og dauði, túkall! :: Leiðari Feykis

Ég hef aldrei skilið þá athygli sem einstaka íslenskur matur vekur nokkra daga á ári í fjölmiðlum Íslands. Hver kannast ekki við viðtölin við fólk sem gæðir sér á skötu á Þorláksmessu og dásamar missterkan ilminn sem berst frá pottum og fiskfötum eða hreinlega af disknum sem yfirleitt er þá hlaðinn góðgætinu fyrir framan viðmælandann. Þarna er fólk að borða mat sem margir neyta oft á ári.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira

Villuráfandi ríkisstjórn - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.
Meira

Áskorun um skrif :: Áskorandapenninn - Rúnar Örn Guðmundsson bóndi á Síðu A-Hún.

Satt er það, að ekki leyst mér á þá áskorun Viktoríu frænku minnar um að skrifa orð í Feyki, og hugmyndin um hvað skyldi skrifa hvergi sjáanleg. En ekki fer ég nú að láta það hefta för mína, og var ósjálfrátt búinn að samþykkja þessa aðför að mér áður en ég vissi af.
Meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna? - Lífið er núna dagurinn - 9. febrúar

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Meira

Þungir knapar bannaðir - Leiðari Feykis

Nú eru uppi umræður innan hestasamfélagsins að knapar ættu ekki vigta meira en 20% af þunga hestsins. Það segir manni að flestir fullorðnir karlmenn ættu að snúa sér að öðru en útreiðum því 20% af meðalþyngd hests, sem mun vera um 350 kg, er 70 kíló. Einhver kann að halda að hér sé á ferðinni eitthvert grín en svo er alls ekki.
Meira

Sérfræðingarútan úti á túni :: Leiðari Feykis

Nú er riðlakeppni HM í handbolta nýlokið og því miður komst íslenska liðið ekki í átta liða úrslit eins og vonir stóðu til fyrir mót. Liðið er úr leik og hafnaði í 12. sæti keppninnar. Ljóst er að árangur liðsins hefur valdið ákveðnum hópi gríðarlegum vonbrigðum sem ræðir um að þjálfarinn verði að axla ábyrgð og taka pokann sinn.
Meira

Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Lands­virkj­un hef­ur nú ákveðið og skráð að öll raf­orka sem fyr­ir­tækið sel­ur hér á landi sé nú fram­leidd með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ef smá­sal­ar, sem selja raf­magn til al­menn­ings, vilja grænt raf­magn þurfa þeir að borga fyr­ir vott­un eða bjóða not­end­um sín­um að gera það. Not­andi sem kaup­ir grænt raf­magn, fram­leitt á Íslandi, þarf því sam­kvæmt þessu að greiða sér­stak­lega fyr­ir það. Sam­kvæmt frétt­um er hér um 15% hækk­un á grænni raf­orku að ræða. Orku sem er og hef­ur alltaf verið GRÆN!
Meira

Ég lofa :: Leiðari Feykis

Loforð er eitthvað sem við gefum þegar við viljum að eitthvað gangi eftir sem við getum haft áhrif á og fylgjum eftir. Loforð er skuldbinding sem hver og einn verður að standa við og efna. Annað eru svik. Öðru máli gegnir um vilja sem er eiginleikinn til að framkvæma, ef maður nennir því eða kemur því í verk þó einhver ljón séu í veginum. Ég hef t.d. margoft sýnt vilja minn til ýmissa verkefna en aldrei framkvæmt án þess að hafa lofað því sérstaklega.
Meira

Öll erum við menn

Þeir eru skrítnir tímarnir sem við lifum á núna og fjölbreytilegar baráttur háðar á samfélagsmiðlum sem ýmist miða að feðraveldi, kynþáttafordómum eða kvenfyrirlitningu. Á dögunum mátti fylgjast með umræðu um það hvort orðið fiskari gæti komið í stað sjómanns en því orði var skotið inn í greinargerð með lagafrumvarpi um sjávarútveg á Alþingi. Hefur fólk lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og einhver ratað í fréttatíma fjölmiðla.
Meira