Greinar

Litli prinsinn :: Áskorendapenninn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir Kollsá Hrútafirði

Hún Kristín Árnadóttir, vinkona mín, sendi mér áskorendapennann og þó mér fyndist ég vera hálf tímalaus í haustönnunum þá varð ég við því. Hvað gerir maður jú ekki fyrir vini sína. Ég dró skrifin á langinn enda vön frá fjarnámi mínu við Háskólann á Hólum að sjá tímasetninguna 23:58 á verkefnum mínum á skiladegi. Ekkert lá nú á eða þannig.
Meira

Þýðing nagladekkjagjalds?

Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. Að mati stofnunarinnar er hægt að draga úr svifryksmengun með slíkri aðgerð. Vissulega er svifryksmengun skaðvaldur á lýðheilsu fólks, og okkur ber að tryggja viðunandi umhverfisgæði. Hins vegar staldra margir, af góðri ástæðu, við þessa hugmynd.
Meira

117 jólagjafir sendar frá Skagafirði.

Síðastliðin fjögur ár hefur Ladies Circle í Skagafirði tekið á móti jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í Skókassa, á vegum KFUM & KFUK í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í ár söfnuðust 117 gjafir, en síðustu ár hafa safnast milli 50 til 60 gjafir á ári í Skagafirði. Var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku þátt í ár.
Meira

Aðgerðarpakki 2 í leikskólamálum í Skagafirði

Síðasta vor blasti við erfið staða þegar kom að innritun barna í leikskóla Skagafjarðar. Talsverð vöntun var á starfsfólki eins og annars staðar í atvinnulífinu og ófyrirséð hvort hægt væri að nýta öll pláss leikskólanna sökum þess. Til að mæta þessum aðstæðum var brugðist hratt við og ráðist í aðgerðir til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og laða að starfsfólk til að bæta þar úr, sbr. aðgerðarpakki 1 í leikskólamálum í Skagafirði.
Meira

Öllu er afmörkuð stund :: Leiðari Feykis

Það er fjör í pólitíkinni þessa dagana, ný forysta tekin við í Samfylkingunni, eftir vel heppnaðan landsfund um helgina, og það stefnir í harðan formannsslag hjá Sjálfstæðisfólki um næstu helgi en þá fer fram landsfundur flokksins.
Meira

Mjög sprækir og stemming yfir liðinu :: Liðið mitt Halla Rut Stefánsdóttir

Sókn er besta vörnin segir máltækið og ekki er verra að hafa prest í sókninni en sr. Halla Rut Stefánsdóttir er einmitt sóknarprestur í utanverðum Skagafirði, allt frá Hólum í Hjaltadal og út í Barð í Fljótum. Svo brandarinn sé mjólkaður meira þá getur presturinn jarðað andstæðinginn án þess að fá spjald.
Meira

Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna

Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum.
Meira

Hlátrasköll í Höfðaborg :: Leikhúsupplifun

Það ríkti verðskulduð eftirvænting í loftinu þegar Hofsósingar og nærsveitungar brugðu sér í félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi á laugardaginn. Óhætt er að segja að það hafi verið fullt út úr dyrum. Höfðu einhverjir á orði að þetta væri bara eins og í miðbæ Reykjavíkur. Aftur var húsfyllir seinna um kvöldið og ekki síður góðar undirtektir þar. Enda kominn tími til að sýna sig og sjá aðra og hlæja svolítið hressileg eina kvöldstund.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur að viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur.
Meira