Aðsent efni

„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
Meira

Hvaðan kemur verðbólgan? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað.
Meira

Að lifa eins og blóm í eggi | Leiðari 34. tbl. Feykis

„Nei Óli, dreptu mig ekki!!!“ söng í einum starfsmanni Nýprents fyrir nokkrum dögum. „Jahérna, er hann þá svona!?“ gætu lesendur leiðara Feykis hugsað þegar þeir lesa þetta.
Meira

„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ | Kristófer Már Maronsson skrifar

Í fyrradag birti ég á Vísi grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því.
Meira

Hólar til framtíðar

Hólahátíð var haldin dagana 17.-18. ágúst síðastliðna venju samkvæmt og tókst hún í alla staði afar vel. Hólaræðu að þessu sinni flutti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Var það vel til fundið því málefni Háskólans á Hólum hefur verið nokkuð í deiglunni að undanförnu í ljósi stefnumörkunar ráðherra og því að skólinn og Háskóli Íslands undirbúa nú að hefja samstarf á grunni nýrrar háskólasamstæðu á næsta ári.
Meira

Tala eingöngu um vextina

Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Meira

Innviðaskuld ríkisstjórnarflokkanna

Það er tæplega ofsagt að sumarið sem nú er á enda er það versta til heyskapar og útiveru í manna minnum. Rigningar, rok, kuldi, úrhelli, þoka og súld munu koma upp í hugann um ókomin ár þegar þessa árs verður minnst. Bændur hafa átt í stórkostlegum vandræðum með að komast um tún til heyskapar og víða hefur spretta ekki verið næg vegna of mikillar bleytu í jarðveginum. Þá hafa ekki gefist mörg tækifæri til að njóta útiveru öðruvísi en í regngalla og stígvélum.
Meira

Fimm prósent af alþingismanni | Hjörtur J.Guðmundsson skrifar

Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Meira

Vindur í eigu þjóðar | Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu.
Meira

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira