145 ára afmæli
feykir.is
Skagafjörður
24.10.2014
kl. 09.28
Kvenfélag Rípurhrepps, sem er elsta kvenfélag landsins, heldur upp á 145 ára afmæli sitt og haustfagnað skagfirsku kvenfélaganna á sunnudaginn kemur kl. 14-17 í Félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi.
Á dagskránni er sögusýning, söngur og kaffi, ásamt erindum frá kvenfélagskonum. Eru allir hvattir til að mæta og kynna sér það merka starf sem kvenfélögin sinna.
Kvenfélagskonur vilja koma því á framfæri að gjafir eru vinsamlega afþakkaðar en bent á að frjáls framlög má leggja inn á bankareikning 310-26-24954, kennitala 190773-5749, og munu þau renna til líknarmála.