A úrslit á LM
Landsmót hestamanna árið 2014 var haldið á Hellu og var hið 21. í röðinni. Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins. Keppendur frá Norðurlandi vestra stóðu sig allir með prýði. Þórdís Inga Pálsdóttir sigraði í unglingaflokki á Kjarval frá Blönduósi í A úrslitum með 8,90 í einkunn. Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási voru í öðru sæti í A flokki, A úrslitum með 9,19.
Ungmennaflokkur, A úrslit:
7. sæti Sonja Sigurgeirsdóttir og Jónas frá Litla-Dal, 8,55 (Stígandi)
Unglingaflokkur, A úrslit:
1. sæti Þórdís Inga Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi, 8,90 (Stígandi)
3. sæti Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1, 8,74 (Neisti)
6. sæti Viktoría Eik Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti, 8,65 (Stígandi)
A flokkur, A úrslit:
2. sæti Trymbill frá Stóra-Ási og Gísli Gíslason, 9,19 (Léttfeti)
B flokkur, A úrslit:
8. sæti Dalur frá Háleggsstöðum og Barbara Wenzl, 8,78 (Stígandi)
Tölt T1, A úrslit Meistaraflokkur:
5. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, 7,50 (Þytur)
Skeið 100m (flugskeið) " Betri sprettur:
6. sæti Elvar Einarsson og Segull frá Halldórsstöðum , "7,69 (Stígandi)