Adolf kjörinn oddviti á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar

Nýkjörin sveitarstjórn Skagastandar kom saman þann 24. júní sl. til fyrsta fundar á nýju kjörtímabili á skrifstofu sveitarfélagsins. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og stjórnir stofnana sveitarfélagsins. Adolf H. Berndsen var kjörinn oddviti sveitarstjórnar til næstu fjögurra ára og Halldór G. Ólafsson sem varaoddviti.

Skýrsla kjörstjórnar um sveitarstjórnarkosningar 2014 var til umræðu á fundinum en þar kom fram að kjósendur á kjörskrá hafi verið 356 og greidd atkvæði alls hafi verið 327. Gildir atkvæðaseðlar voru 314 en auðir og ógildir 13. Úrslit kosninganna voru þau að Ð-listi, Við öll fékk 110 atkvæði og 2 menn kjörna en H-listi Skagastrandarlistinn fékk 204 atkvæði og 3 menn kjörna.

Kjörnir aðalmenn í sveitarstjórn Skagastrandar eru:

Adolf H. Berndsen H – lista
Steindór R. Haraldsson Ð – lista
Halldór G. Ólafsson H – lista
Róbert Kristjánsson H – lista
Inga Rós Sævarsdóttir Ð – lista

Kjörnir varamenn:
Gunnar Halldórsson H – lista
Kristín B. Leifsdóttir Ð – lista
Jón Ólafur Sigurjónsson H – lista
Péturína L. Jakobsdóttir H – lista
Guðlaug Grétarsdóttir Ð – lista

Á fundinum var samþykkt að ræða við Magnús B. Jónsson um áframhaldandi starf sem sveitarstjóri sveitarfélagsins og var oddvita falið að ganga til þeirra umræðna. Steindór R. Haraldsson og Inga Rós Sævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við undirrituð leggjum fram eftirfarandi tillögu í sveitarstjórn Skagastrandar. Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkir að auglýsa starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Athugasemd: Við erum andvíg því að ráðið sé í starf sveitarstjóra án auglýsingar. Starf framkvæmdastjóra sveitarfélagsins hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar, sl. 28 ár og teljum við bæði rétt og tímabært að það skuli nú gert í upphafi nýs kjörtímabils.“ Tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Kjör í nefndir sveitarfélagsins næstu fjögur ár:

Hafnar- og skipulagsnefnd:

Aðalmenn:
Adolf H. Berndsen
Jóhann Sigurjónsson
Péturína L. Jakobsdóttir
Sigríður Gestsdóttir
Þröstur Líndal

Til vara:
Árni Sigurðsson
Ari Jón Þórsson
Guðjón Guðjónsson
Þórarinn Grétarsson
Hallbjörn Björnsson

Fræðslunefnd:

Aðalmenn:
Péturína L. Jakobsdóttir
Baldur Magnússon
Hafdís Ásgeirsdóttir
Guðmundur Erlendsson
Eygló Amelía Valdimarsdóttir

Til vara:
Sigurlaug Ingimundardóttir
Eva Dögg Bergþórsdóttir
Gunnar Halldórsson
Bryndís Valbjarnardóttir
Björn Sigurðsson

Tómstunda- og menningarmálanefnd:

Aðalmenn:
Sigurlaug Ingimundardóttir
Hrefna Þorsteinsdóttir
Róbert Gunnarsson
Sigrún Líndal
Guðlaug Grétarsdóttir

Til vara:
Sigþrúður Elínardóttir
Fannar J. Viggósson
Björk Sveinsdóttir
Áslaug Ottósdóttir
Björn Hallbjörnsson

Atvinnu- og ferðamálanefnd:

Aðalmenn:
Halldór G. Ólafsson
Gunnar Halldórsson
Árný Gísladóttir
Kristín B. Leifsdóttir
Kristín B. Guðmundsdóttir

Til vara:
Adolf H. Berndsen
Ari Jón Þórsson
Guðmundur H. Stefánsson
Írena Rúnarsdóttir
Guðmundur Björnsson

Nánari upplýsingar um kjör í nefndir og stjórnir stofnana sveitarfélagsins má finna í fundargerð

 

Fleiri fréttir