Árleg kvennareið Neista
Hin árlega kvennareið hestamannafélagsins Neista verður farin laugardaginn 7. júní næstkomandi klukkan 15:00. Farið verður frá Sauðanesi og endað í reiðhöllinni á Blönduósi þar sem verður grillað og haft gaman. Þemað í ár verður Indiana Jones.
Samkvæmt vef Húna verður hægt að fá hesta á leigu hjá hestaleigunni Galsa fyrir einungis 6000 kr-. Hestinum er komið á upphafstað og innfalinn er allur búnaður (reiðtygi, hnakkur, hjálmur og svo framvegis). Hægt er að ná sambandi við hestaleiguna í síma 6920118.
Skráningargjald er 3.500 kr en skráning þarf að berast fyrir þriðjudaginn 2. júní. Hægt er að senda skráningu á netfangið kvennareid@gmail.com eða hringja í Katrínu í s: 7770485 eða Kareni í s: 8665020.
