AVS rannsóknasjóður veitir 46 styrki til þess að auka verðmæti sjávarfangs

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 2014.  Alls voru veittir 46 styrkir þar af 15 vegna framhaldsverkefna.

Styrkir eru veittir í fimm flokkum og innbyrðis skiptist úthlutunin þannig að til fiskeldisverkefna voru veittir 6 styrkir að upphæð samtals 53,7 milljónir kr., til markaðsverkefna 9 styrkir samtals 35,5 milljónir kr., 10 styrkir til líftækniverkefna samtals 63,2 milljónir kr., 13 styrkir á sviði veiða og vinnslu að upphæð 72.2 milljónir kr.  Til atvinnuþróunar og nýsköpunar í sjávarbyggðum, sem er tiltölulega nýr styrktarflokkur  hjá sjóðnum, voru 8 verkefni styrkt alls að upphæð kr. 15 milljónir kr.

Þetta er tólfta starfsár AVS sjóðsins, sem hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi. Sjóðurinn hefur undanfarin ár haft starfsstöð sína á Sauðárkróki og fluttist um síðustu áramót í húsnæði Byggðastofnunar og við hana samið um stjórnsýsluumsjón með honum. Formaður úthlutunarnefndar sjóðsins er Lárus Ægir Guðmundsson en aðrir í nefndinni eru Hólmfríður Sveinsdóttir og Arndís Steinþórsdóttir. Pétur Bjarnason sér um málefni sjóðsins hjá Byggðastofnun. /Fréttatilkynning

 

Á meðal þeirra sem hlutu styrk voru:

Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Helgi Thorarensen – Aukinn árangur af bleikjukynbótum

FISK Seafood hf, Gunnlaugur Sighvatsson – Geymsluþol léttsaltaðra flaka í frosti  

Iceprotein ehf, Hólmfríður Sveinsdóttir - Gæðamælingar í matvælaframleiðslu á Norðurlandi vestra

Yfirlit yfir alla styrkina má sjá á heimasíðu sjóðsins www.avs.is.

Fleiri fréttir